Leikskólabörn eru í vaxandi mæli farin að læra að draga til stafs í spjaldtölvum. Á leikskólanum Hvammi í Hafnarfirði eru nú 12 iPadar í notkun og Eva Dögg Gylfadóttir, sérkennslustjóri, segir ung börn sem ekki valda blýanti geti skrifað stafina í spjaldtölvunni og þá séu til forrit sem efli málþroska.
Hafnarfjarðabær afhenti leikskólum bæjarins 86 iPada og Eva Dögg segir möguleikana vera mikla í notkun þeirra í kennslu: „Þetta er mjög góð viðbót til dæmis við sérkennsluna, þá vinna þau verkefni fyrst og síðan er iPadinn notaður sem umbun. Í raun halda þau áfram í þjálfun þó þau séu að nota iPadinn.“
Forritin sem eru notuð á Hvammi er bæði íslensk og erlend: Story Creator, Puppet Pals og ýmiskonar stafaforrit eru vinsæl en á meðal íslenskra forrita eru Georg og félagar, Mjási og Lærum og leikum með hljóðin.
mbl.is kíkti á krakkana á Hvammi og fylgdist með iPadkennslunni.