Apple að tapa stríðinu?

iPhone 6 kom í verslanir í síðustu viku.
iPhone 6 kom í verslanir í síðustu viku. AFP

Mikið hefur verið fjallað um velgengni Apple undanfarin ár. Nýjasti sími samsteypunnar, Iphone 6, seldist til að mynda í fjórum milljónum eintaka á aðeins einum sólarhring í síðustu viku, sem er óneitanlega mikið afrek fyrir hvaða fyrirtæki sem er. 

Í grein sinni, „Apple just lost the global smartphone war to Google“, bendir Curt Prins þó á að í allri umfjölluninni um Apple hefur annar tæknirisi, Google, fallið í skuggann á vissan hátt. Nú telja sérfræðingar hins vegar að Google, sem mun hafa selt tvær milljónir af snjallsímum í lok árs, í einu landi, muni á næstu árum skara fram úr Apple þegar það kemur að símum. 

Síminn aðeins til í Indlandi

Google hóf sölu á snjallsíma sem ekki er hægt að kaupa í Bandaríkjunum, heldur aðeins í Indlandi. Prins telur að með þessu útspili, sýni Google að fyrirtækið skilji snjallsímamarkaðinn í stærra samhengi en Apple. 

Margir flokka Apple sem vörumerki er með mikinn metnað til þess að hanna vörur sem fleira fólk hefur efni á. Er það góð staða fyrir hvaða fyrirtæki sem er, en að mati Prins getur það leitt til hroka. 

Síðasta áratuginn hefur Apple hugsað staðbundið en beitt sér hnattrænt. Líta þeir svo á að það sem virki í Kaliforníu, virki einnig í Peking, Mumbaí og Mexíkó. Þeir hafa komist upp með það hingað til en nú er eitt vandamál komið upp og það er gegnsýring.

Meginmarkaður Apple eru Bandaríkin en Bandaríkjamenn eru 42% þeirra sem kaupa sér snjallsíma í heiminum. Að mati Prins er það vandamál þar sem Bandaríkin eru gegnsýrð af snjallsímum, en um 75% Bandaríkjamanna eiga einn slíkan. Hlutfall snjallsíma er svipað í öðrum þróuðum löndum heims. Prins telur að með það að leiðarljósi þurfi Apple að einbeita sér að nýjum markaði, fyrir utan þróuðu vesturríkin.  

Að mati Prins er Iphone 6 einfaldlega of dýr fyrir meðal manneskju í Indlandi en þeir ódýrustu kosta 649 Bandaríkjadali (77.769 kr) á meðan þeir dýrustu kosta 949 Bandaríkjadali (113.718 kr)

Kínverjar stærsti markaðurinn?

Framkvæmdarstjóri Apple, Tim Cook heldur því fram að Kínverjar séu nú stærsti markaður samsteypunnar. Þó gaf Apple allt að 30% af markaðshlutdeildinni til kínverskra samkeppnisaðila, Huwaei og Xiaomi. 

Prins bendir á að í ljósi óstöðugrar sölu á Iphone 5C í Kína hefur ekki verið tilkynnt um útgáfudag á Iphone 6 og 6 plús í Kína, þrátt fyrir að símarnir séu framleiddir þar í landi.

Apple hefur misst sjarmann

Markaðshlutdeild Apple í Mexíkó hefur rýrnað um 50% síðustu tólf mánuðina. Reyndar hefur markaðshlutdeild Apple rýrnað í flestum hagkerfum heims. Að mati Prins hefur Apple misst sinn „heimslega sjarma“ og mun það sjást á næstu árum. 

Nýjasti snjallsími Google, Android One kom út í Indlandi í vikunni og kostar aðeins um 105 Bandaríkjadali og munu símafyrirtæki koma því verði niður í um 60 dali. Símarnir seldust upp á nokkrum klukkutímum. 

Prins gagnrýnir jafnframt hversu langur tími líður á milli uppfærslum Iphone símans. Síðasta uppfærslan á símanum var fyrir rúmlega tveimur árum síðan og kallar Prins það „heila eilífð í snjallsímaheiminum.“

Prins segir jafnframt á meðan Apple hannar sína síma fyrir fólk sem þegar á síma, ákvað Google að hanna síma fyrir þá rúmlega fimm milljarða manns sem eiga ekki snjallsíma. 

Hér má sjá grein Pine í heild sinni.

Google-síminn hefur selst í næstum því tveimur milljónum eintaka í …
Google-síminn hefur selst í næstum því tveimur milljónum eintaka í Indlandi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert