Galli í mörgum Linux, Unix stýrikerfum og hefðbundnum stýrikerfum frá Apple gæti gert tölvuþrjótum kleift að brjótast inn í allt að 500 milljón tölvur.
Gallinn leynist í forriti sem nefnist Bash, sem hægt er að keyra í tölvum notenda án þess að þeir verði varir við það. Talið er að gallinn hafi jafnvel verið til staðar frá árinu 1989 en upgötvast í gær.
Veiran sem er notuð til að brjótast inn í tölvurnar hefur verið nefnd "Shellshock", og þykir mun verri heldur en Heartbleed-veiran, sem gerði skúrkum mögulegt að stela lykilorðum fólks. Þá var talið að um 500 þúsund tölvur væru í hætti, svo um mun hættulegta fyrirbæri er að ræða þessu sinni.
Sérfræðingar á sviði netöryggismála hafa til að mynda gefið hættunni 10 stig af 10, því Shellshock er mjög öflug og mjög auðvelt að nota gegn fólki.
Apple hafa ekki enn gefið út lausn á vandanum, en Mac-notendum er bent á að hafa augun opin fyrir hvers konar hugbúnaðaruppfærslum frá fyrirtækinu, og uppfæra sem fyrst.