Endurvekja áhuga á kassettum

00:00
00:00

Árlegi Kasettu­dag­ur­inn var hald­inn í annað sinn í Bretlandi og Banda­ríkj­un­um í gær. Mark­miðið með deg­in­um er að end­ur­vekja áhuga fólks á hljóðsnæld­um með sér­stök­um viðburðum og út­gáf­um á kas­sett­um. 

Andy Lar­sen, viðburðar­stjóri Kas­settu­dags­ins, sagði hljóðsnæld­ur mun áþreif­an­legri út­gáfu tón­list­ar en sú sta­f­ræna út­gáfa sem við þekkj­um í dag.

Rough Tra­de plötu­búðin í Brook­lyn var meðal þeirra sem tóku þátt. Viðskipta­vin­ur versl­un­ar­inn­ar sagðist ánægður með fram­takið og að kasett­ur gæfu hon­um eins kon­ar fortíðarþrá. 

Dag­ur­inn var hald­inn í fyrsta sinn á sein­asta ári, og þá aðeins í Bretlandi. Banda­rík­in tóku því þátt í fyrsta skipti í ár. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert