Framleiðandi í Hollywood ætlar að gera kvikmynd byggða á tölvuleiknum fræga, Tetris.
Leikurinn kom fyrst fram á sjónarsviðið á níunda áratugnum og hafa því nokkrar kynslóðir notið þess að leika sér í honum.
Larry Kasanoff, framkvæmdastjóri Threshold Entertainment, hefur staðfest að kvikmynd byggð á leiknum sé nú í bígerð.
Hann segir í samtali við The Wall Street Journal að um sé að ræða „mikla og sögulega „sci-fi“-mynd.“ Fátt vildi hann segja umfram það.
Threshold Entertainment framleiddi m.a. kvikmyndina Mortal Kombat árið 1995.