Blóðmáni, eða almyrkvi á tungli, mun sjást frá vesturhluta Norður-Ameríu, frá Kyrrahafinu, austurhluta Ástralíu og Asíu á næstu klukkustundum. Máninn sést ekki frá Íslandi að þessu sinni.
Almyrkvi á tungli verður þegar tunglið fellur inn í skuggann sem jörðin varpar á tunglið en þetta er í eina skiptið sem skuggi jarðar fellur á tunglið. Þetta gerist aðeins þegar tunglið er fullt, þ.e. þegar jörð er á milli sólarinnar og tunglsins.
Í dag er fullt tungl og verður það rétt fyrir klukkan ellefu.
Þetta segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðarfélags Seltjarnarness og ritstjóri Stjörnufræðivefsins, í samtali við mbl.is. Blóðmáni mun næst sjást frá Íslandi þann 28. september 2015.
Rauði liturinn skýrist af ljósdreifingu, þ.e. ljós frá sólinni berst í gegnum lofthjúp frá jörðinni, dreifist og verður rautt. Ljósið fer til tunglsins, endurvarpast á yfirborðinu og þá sést ljósið frá öllum sólarupprásunum og sólsetrum jarðarinnar.