Ef lyklar heimilisins týnast þá þarf að smíða nýja. Flestir fara á þartilgerð verkstæði og smíða eftirhermur af lyklunum. Nú er komið fyrirtæki á netinu sem kallast keysduplicated.com og eina sem þarf að gera, til að smíða eftirhermulykil, er að taka mynd af lyklinum og senda myndina á vefinn. Nokkrum dögum síðar kemur svo lykillinn í pósti og er verðið sex dollarar. Sendingarkostnaður bætist svo við. Vefsíðan sendir um allan heim – meðal annars hingað til lands.
Þetta hefur eðlilega vakið spurningar um aðgengi þjófa að heimilum fólks – hvort innbrot séu í raun óþörf. Snjallir þjófar taki bara myndir af lyklum fólks og sendi á vefsíðuna. Fái lyklana heim að dyrum, bíði eftir að íbúar fari til vinnu og láti þá greipar sópa.
Morgunþátturinn USA Today prófaði þessa nýju tækni og starfsfólkið tók mynd af lykli Jeff Rossen, eins af morgunfréttariturum þáttarins, og sendi á síðuna. Nokkrum dögum síðar barst lykillinn og var hægt að opna dyrnar heima hjá Rossen án nokkurra vandræða.