Sjómaður sem veiddi stórfurðulegt kvikindi undan ströndum eyjunnar Pulau Ubin við Singapúr er heppinn að hafa náð myndskeiði af feng sínum því annars myndi enginn trúa veiðisögunni.
„Ég veit að á þessu svæði er margvíslegt þang og annar sjávargróður svo ég hélt að ég hefði krækt í slíkt,“ segir veiðimaðurinn, Ramlan Saim, við dagblaðið The Straits Times. „En þegar ég lagði það í bátinn fór það að hreyfa sig eins og geimvera.“
En hvað er þetta eiginlega?
Samkvæmt Discovery News er þetta líklega körfustjarna (e. basket star) sem er ekki ólík krossfiski.