Bjó til byssu í 3D prentara

Með 3D prentara má næstum búa til hvað sem er.
Með 3D prentara má næstum búa til hvað sem er. Mynd/Wikipedia

Karl­maður í Jap­an varð í gær fyrsti ein­stak­ling­ur­inn til þess að hljóta fang­els­is­dóm fyr­ir að hafa búið til byssu með 3D prent­ara. Hann hlóð niður upp­skrift að byss­unni í gegn­um netið og bjó til alls 5 byss­ur, þar af tvær not­hæf­ar. 

Yos­hitomo Imura, sem er 28 ára gam­all, var hand­tek­inn í maí á þessu ári og féll dóm­ur í mál­inu í gær í héraðinu Yo­kohama, þar sem ströng lög eru gegn byssu­eign og fram­leiðslu. 

Imura var áður starfsmaður við Tækni­há­skól­ann í Shon­an og á hann að hafa út­búið mynd­bönd af sér búa til byss­urn­ar og sett þau á Youtu­be þar sem hann montaði sig af fram­leiðslunni. 

Sjá frétt Tel­egraph

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert