Vísindaveisla í Öskju

Mikið er um að vera í Öskju, nátt­úru­fræðihúsi Há­skóla Íslands, í dag, en þar stend­ur verk­fræði- og nátt­úr­vís­inda­svið HÍ fyr­ir Vís­inda- og tækni­degi. Þar halda vís­inda­menn er­indi um allt milli him­ins og jarðar, Sprengju­gengið verður með til­raun­ir og þá verður glæ­nýtt Holu­hraun til sýn­is.

Vís­inda­veisl­an hófst klukk­an 10 í morg­un og stend­ur hún yfir til klukk­an 16. Mark­miðið er að leyfa fólki á öll­um aldri að kynn­ast vís­inda­rann­sókn­um við fræðasviðið og ýms­um undr­um vís­ind­anna. Marg­ir voru komn­ir í heim­sókn þegar ljós­mynd­ari mbl.is leit þar við fyr­ir há­degi.

Yfir 30 vís­inda­menn við verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­svið halda stutt er­indi á  manna­máli um eig­in hugðarefni, sem spanna allt frá jökl­um og fugla­lífi til stjörnu­fræði og þró­un­ar ferðaþjón­ustu á Íslandi.

Á staðnum verður líka glæ­nýtt Holu­hraun til sýn­is auk þess sem Sprengju­gengið verður með sýnitilraun­ir fyr­ir gesti og gang­andi. Full­trú­ar Vís­inda­smiðju HÍ verða á staðnum með tæki og tól og þá verður hægt að ferðast um al­heim­inn í stjörnutjald­inu. Enn frem­ur kík­ir Ævar vís­indamaður í heim­sókn milli kl. 12-14 og Team Spark, hóp­ur verk­fræðinema við HÍ, sýn­ir raf­knú­inn kapp­akst­urs­bíl sem hóp­ur­inn hannaði og fór með í alþjóðlega hönn­un­ar- og kapp­akst­ur­skeppni á Sil­verst­one-braut­inni í sum­ar.

Á Vís­inda- og tækni­deg­in­um verða þeir Sig­urður H. Richter og Örn­ólf­ur Thorlacius heiðraðir fyr­ir störf sín í þágu vís­inda­miðlun­ar á Íslandi, sér í lagi fyr­ir þátt­inn þeirra Nýj­asta tækni og vís­indi. Af því til­efni verða nokkr­ir vel vald­ir þætt­ir rifjaðir upp og sýnd­ir í Öskju.

Vís­inda- og tækni­dag­ur­inn er öll­um op­inn. Nán­ar um dag­skrána hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert