Hugsanalestur að veruleika?

Margir hafa eflaust dreymt um það að geta lesið hugsanir …
Margir hafa eflaust dreymt um það að geta lesið hugsanir annarra. AFP

Sú hæfni að geta lesið hugsanir fólks hefur hingað til aðeins verið stunduð af ofurhetjum og skáldsagnapersónum. Nú mun hugsanalestur þó mögulega verða að veruleika þökk sé reikniriti sem breytir heilastarfsemi í orð.

Vísindamenn við háskóla í Kaliforníu hafa rannsakað heilastarfsemina með þetta að markmiði. Við rannsóknina sýndu þeir sjö einstaklingum skjá með mismunandi myndum á þegar þeir gengust undir skurðaðgerð vegna flogaveiki.

Hluta fólksins voru sýndar myndir af breska barnaefninu Humpy Dumpty, öðrum var sýnd Gettysburg Address-ræða fyrrverandi Bandaríkjaforsetans Abraham Lincoln og loks var síðasta hlutanum sýnd ræða annars fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Johns F. Kennedy.

Taugastarfsemi fólksins var skráð þegar það las textann upphátt og svo aftur þegar það las hann í huganum. Þá notuðu vísindamennirnir gögnin sem fengust þegar fólkið las textann upphátt og hönnuðu kóða fyrir hvern einstakling sem úthlutaði myndum af hreyfingu ákveðinna taugafrumna. 

Þetta er hægt að gera vegna þess að þegar fólk talar í huganum veldur það því að mismunandi hópar af taugafrumum færast saman. 

Kóðarnir voru svo yfirfærðir yfir á gögnin sem fengust þegar fólkið las textann í hljóði, og í kjölfarið gátu vísindamennirnir notað þau til að búa til orð.

„Ef þú ert að lesa texta í dagblaði eða bók, þá heyrirðu röddina í huganum. Við erum að reyna að lesa heilastarfsemina sem tengist þessari rödd, til að búa til nokkurs konar gervilim sem gerir fólki sem er til dæmis lamað kleift að tala,“ útskýrði vísindamaðurinn Brian Pasley í viðtali við New Science.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert