Hugsanalestur að veruleika?

Margir hafa eflaust dreymt um það að geta lesið hugsanir …
Margir hafa eflaust dreymt um það að geta lesið hugsanir annarra. AFP

Sú hæfni að geta lesið hugs­an­ir fólks hef­ur hingað til aðeins verið stunduð af of­ur­hetj­um og skáld­sagna­per­són­um. Nú mun hugsana­lest­ur þó mögu­lega verða að veru­leika þökk sé reikni­riti sem breyt­ir heil­a­starf­semi í orð.

Vís­inda­menn við há­skóla í Kali­forn­íu hafa rann­sakað heil­a­starf­sem­ina með þetta að mark­miði. Við rann­sókn­ina sýndu þeir sjö ein­stak­ling­um skjá með mis­mun­andi mynd­um á þegar þeir geng­ust und­ir skurðaðgerð vegna floga­veiki.

Hluta fólks­ins voru sýnd­ar mynd­ir af breska barna­efn­inu Humpy Dumpty, öðrum var sýnd Gettys­burg Address-ræða fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­set­ans Abra­ham Lincoln og loks var síðasta hlut­an­um sýnd ræða ann­ars fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, Johns F. Kenn­e­dy.

Tauga­starf­semi fólks­ins var skráð þegar það las text­ann upp­hátt og svo aft­ur þegar það las hann í hug­an­um. Þá notuðu vís­inda­menn­irn­ir gögn­in sem feng­ust þegar fólkið las text­ann upp­hátt og hönnuðu kóða fyr­ir hvern ein­stak­ling sem út­hlutaði mynd­um af hreyf­ingu ákveðinna tauga­frumna. 

Þetta er hægt að gera vegna þess að þegar fólk tal­ar í hug­an­um veld­ur það því að mis­mun­andi hóp­ar af tauga­frum­um fær­ast sam­an. 

Kóðarn­ir voru svo yf­ir­færðir yfir á gögn­in sem feng­ust þegar fólkið las text­ann í hljóði, og í kjöl­farið gátu vís­inda­menn­irn­ir notað þau til að búa til orð.

„Ef þú ert að lesa texta í dag­blaði eða bók, þá heyr­irðu rödd­ina í hug­an­um. Við erum að reyna að lesa heil­a­starf­sem­ina sem teng­ist þess­ari rödd, til að búa til nokk­urs kon­ar gervilim sem ger­ir fólki sem er til dæm­is lamað kleift að tala,“ út­skýrði vís­indamaður­inn Bri­an Pasley í viðtali við New Science.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert