Loftslagsaðgerðir í hættu

Yfirborð sjávar hækkar vegna loftslagsbreytinga. Sjávarflóð á láglendissvæðum eins og …
Yfirborð sjávar hækkar vegna loftslagsbreytinga. Sjávarflóð á láglendissvæðum eins og þessum í Maryland í Bandaríkjunum verða því tíðari. AFP

Banda­ríkjaþing verður enn and­snún­ara aðgerðum til að sporna við lofts­lags­breyt­ing­um en hingað til eft­ir að re­públíkan­ar náðu meiri­hluta í báðum deild­um í kosn­ing­un­um sem fóru fram í gær. Þeir eru flest­ir áhuga­laus­ir um málið en marg­ir þeirra hafna hrein­lega vís­ind­un­um að baki.

Lofts­lags­nefnd Sam­einuðu þjóðanna hef­ur sagt að draga þurfi úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 42-71% miðað við los­un árs­ins 2010 fyr­ir miðja þessa öld til að koma í veg fyr­ir að verstu lofts­lags­breyt­ing­arn­ar verði ekki að veru­leika. Eft­ir því sem lönd heims fresta því leng­ur, því erfiðara og kostnaðarsam­ara verður að stöðva hætt­una.

Hóp­ar um­hverf­is­vernd­arsinna eyddu tölu­verðum fjár­mun­um í kosn­inga­bar­át­unni vestra. Þannig varði millj­arðamær­ing­ur­inn Tom Steyer til dæm­is 57 millj­ón­um doll­ara til að fá fólk til að láta sig lofts­lags­breyt­ing­ar varða. Hvorki það né meiri­hátt­ar nátt­úru­ham­far­ir á borð við felli­byl­inn San­dy né gríðarleg­ir þurrk­ar sem hafa þjakað stór­an hluta lands­ins breyttu þó neinu um úr­slit­in.

Til að byrja með mun breytt sam­setn­ing þings­ins ekki hafa mik­il áhrif. Flest­ar aðgerðir banda­rískra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um fara í gegn­um um­hverf­is­stofn­un lands­ins sem þarf ekki heim­ild þings­ins til að halda áfram með þær. Jafn­framt er bú­ist við því að Barack Obama for­seti muni beita neit­un­ar­valdi sínu gegn hvers kyns til­raun­um re­públík­ana til að vinna gegn þeim, að því er kem­ur fram á vef­miðlin­um Vox.

Vanda­málið kem­ur hins veg­ar fram þegar ráðast þarf í nýj­ar aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Um­tals­verður fjöldi þing­manna re­públík­ana neit­ar enn að viður­kenna að lofts­lags­breyt­ing­ar af völd­um manna eigi sér stað yfir höfuð. Að öðru leyti gefa þeir mál­efn­inu al­mennt lít­inn gaum. Því er ólík­legt að Banda­ríkjaþing muni grípa til nokk­urra aðgerða í lofts­lags­mál­um, að minnsta kosti næstu tvö árin þangað til kosið verðum um hluta af sæt­un­um í öld­unga­deild­inni á nýj­an leik, og hugs­an­lega leng­ur.

Í millitíðinni held­ur los­un manna á gróður­húsaloft­teg­und­um áfram að aukast ár eft­ir ár. Ríki heims hafa komið sér sam­an um að halda þurfi hlýn­un jarðar inn­an við 2°C en miðað við nú­ver­andi los­un stefn­ir í að hún verði á bil­inu 3,7-4,8°C. Það hefði meðal ann­ars í för með sér hækk­andi yf­ir­borð sjáv­ar og meiri lík­ur á öfga­kenndu veðri. Ófyr­ir­séð er hvort að menn eða vist­kerfi jarðar­inn­ar næðu að aðlag­ast breyt­ing­un­um sem gætu átt sér stað á til­tölu­lega skömm­um tíma.

Frétta­skýr­ing Vox um áhrif kosn­ing­anna á lofts­lags­mál

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert