Segja lögbann breyta litlu

Lögbann hefur verið sett á síður á vegum deildu og …
Lögbann hefur verið sett á síður á vegum deildu og Pirate Bay. AFP

Fjar­skipta­fyr­ir­tækið Hringdu hef­ur lokað fyr­ir aðgang að vefsíðunum Deildu og Pira­te Bay en sýslumaður­inn í Reykja­vík hef­ur sett lög­bann á síðurn­ar. For­svars­menn Hringdu segja að lög­bann muni breyta litlu.

Sýslumaður­inn í Reykja­vík hef­ur ákveðið að leggja lög­bann, að beiðni STEF, á að Hringdu veiti viðskipta­vin­um sín­um aðgang að vefsíðunum: www.deildu.net, www.deildu.com, www.pira­tebay.se, www.pira­tebay.sx og www.pira­tebay.org.

„Frá upp­hafi þessa máls hef­ur Hringdu mót­mælt kröf­um STEF enda tel­ur fyr­ir­tækið það ekki hlut­verk fjar­skipta­fyr­ir­tækja að rit­skoða net­umferð viðskipta­vina sinna og benti m.a. á í málsvörn sinni að aðgang­ur að ver­ald­ar­vefn­um er skil­greind­ur sem grund­vall­ar­mann­rétt­indi í til­skip­un nr. 2009/​140/​EB hjá Evr­ópu­sam­band­inu.

Rétt­ast hefði verið af STEF að beina lög­banns­kröf­um sín­um að rekstr­araðilum ThePira­teBay og Deildu.net í stað Hringdu og annarra fjar­skipta­fyr­ir­tækja. Á það var einnig bent að marg­ar aðrar sam­bæri­leg­ar vefsíður séu starf­andi sem ekki var kraf­ist lög­banns á og að öll­um mögu­leg­um hindr­un­um yrði auðvelt að kom­ast fram­hjá,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Hringdu.

Krist­inn Pét­urs­son, for­stöðumaður sölu- og þjón­ustu­sviðs Hringdu, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að að mati fyr­ir­tæk­is­ins sé þetta lög­bann al­gjör­lega til­hæfis­laust og í raun beiðni um rit­skoðun á in­ter­net­inu.

„Niðurstaðan er ís­lensk­um neyt­end­um veru­legt áhyggju­efni og gæti gefið for­dæmi fyr­ir frek­ari rit­skoðun in­ter­nets­ins,“  seg­ir Krist­inn í frétta­til­kynn­ingu.

„Við telj­um mik­il­vægt að höf­und­ar­rétt­ur sé virt­ur en þetta er ekki rétta leiðin. Áætlað er að 20.000 heim­ili kaupi sér áskrift að Net­flix og að hátt í 8.000 ein­stak­ling­ar séu með áskrift að Spotify. Það seg­ir okk­ur að Íslend­ing­ar vilja greiða fyr­ir afþrey­ingu. Á end­an­um snýst þetta allt um aðgengi” bæt­ir Krist­inn við að lok­um.

Elta síður óháð léni

Kristinn Pétursson forstöðumaður sölu- og þjónustusviðs Hringdu
Krist­inn Pét­urs­son for­stöðumaður sölu- og þjón­ustu­sviðs Hringdu
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka