Einn tíu sekúndna langur koss getur flutt um 80 milljón bakteríur á milli fólks. Þetta er niðurstaða hollenskrar vísindarannsóknar.
Vísindamennirnir fylgdust með kossahegðun 21 pars og komst að því að þeir sem kysstust níu sinnum á dag voru líklegastir til að deila bakteríum með munnvatni.
Í frétt BBC um málið segir að rannsóknir sýni að í munni hvers manns séu um 700 tegundir af bakteríum en hollenska rannsóknin sýnir að misauðvelt er að deila þeim með öðrum.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindatímaritinu Microbiome.
Vísindamennirnir fylgdust náið með 21 pari og voru þau m.a. beðin að svara ýmsum spurningum um kossahegðun sína, m.a. hversu oft þau kysstust og hvenær.
Sýni voru tekin af tungu þátttakenda og úr munnvatni þeirra fyrir og eftir tíu sekúndna langa kossa.
Annar aðilinn var látinn drekka drykk sem í voru bakteríur sem auðvelt er að bera kennsl á. Þegar parið kysstist svo gátu vísindamenn talið þær bakteríur sem smituðust með kossinum. Niðurstaðan var að að meðaltali flyttust um 80 milljón slíkar á milli einstaklega þegar þeir kysstust í tíu sekúndur.
„Franskir kossar eru mjög gott dæmi um hvernig bakteríur flytjast á milli fólks á skömmum tíma,“ segir Remco Kort, prófessorinn sem leiddi rannsóknina.