Þetta gerist þegar gengið er á hrauni

Stigið á glóandi hraun. Ekki mjög snjallt.
Stigið á glóandi hraun. Ekki mjög snjallt. Skjáskot af Youtube

Hvað gerist ef þú stígur í glóandi hraun? Svarið við því er að finna á meðfylgjandi myndskeiði, þökk sé Alex Rivest.

Rivest fór til Hawaii en þar eru stöðug eldgos árið um kring. Þar tók hann upp sýnikennslu í því hvað gerist þegar stigið er ofan á glóandi hraun.

„Ég held að margir haldi að hraun sé eins og efni úr heitu vatni,“ segir Rivest. Hins vegar er hraun þykkt, eins og kökudeig. „Ef þú dyttir í hraunpoll myndir þú lenda á honum, sökkva aðeins og svo brenna.“

Þetta vissum við Íslendingar nú flestir, með okkar eilífu eldgos. En það er engu að síður forvitnilegt að sjá Rivest stíga á glóandi hraunið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert