Ódýr olía skaði endurnýjanlega orku

Breski athafnamaðurinn Richard Branson hefur fjárfest mikið í endurnýjanlegum orkugjöfum.
Breski athafnamaðurinn Richard Branson hefur fjárfest mikið í endurnýjanlegum orkugjöfum. mbl.is/AFP

Sádar eru að reyna að koma höggi á þróun end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa sem hafa átt vax­andi vin­sælda að fagna í heim­in­um með því að lækka veru­lega verð á olíu. Þetta seg­ir breski at­hafnamaður­inn Rich­ard Bran­son. Rík­is­stjórn­ir verði að leggja kol­efn­is­gjald á ol­íu­not­end­ur. 

„Þeir hafa gert þetta áður og það skaðaði. Þeir vilja ekki bara skemma fyr­ir berg­brotsiðnaðinum í Banda­ríkj­un­um held­ur einnig fyr­ir viðskipt­um með hreina orku. Hrap­andi olíu­verð munu gera hreinni orku mun erfiðara fyr­ir,“ seg­ir Bran­son.

Olíu­verð í heim­in­um hef­ur farið hríðlækk­andi und­an­farið og hef­ur verð á Brent-hrá­ol­íu til að mynda ekki verið lægra síðan um mitt ár 2009, 60 doll­ar­ar tunn­an. Telja sér­fræðing­ar að verðið muni hald­ast svipað eða jafn­vel lækka enn frek­ar á næst­unni.

Bran­son seg­ir að nú sé tími til að rík­is­stjórn­ir heims sem stefna að því að draga úr los­un á gróður­húsaloft­teg­und­um sem valda lofts­lags­breyt­ing­um að leggja á kol­efn­is­gjald á not­end­ur jarðefna­eldsneyt­is þar sem að verðlækk­un­in á olíu dragi úr áhrif­um þess.

„Ef rík­is­stjórn­ir vilja taka upp kol­efn­is­gjald [á lofts­lagsþing­inu] í Par­ís á næsta ári þá væri það besti tím­inn til þess. Það sem end­ur­nýj­an­legi orku­geir­inn þarf á að halda er bil á milli sín og olíu og kola,“ seg­ir Bran­son sem á hluta í Virg­in-flug­fé­lag­inu.

Hann hef­ur jafn­framt fjár­fest fyr­ir hundruð millj­óna punda í hrein­um orku­gjöf­um á und­an­förn­um árum. Hann tel­ur að end­ur­nýj­an­leg­ir orku­gjaf­ar hafi komið eins illa við olíu­fram­leiðslu­lönd und­an­farið og berg­brotið í Banda­ríkj­un­um.

„Áður en olíu­verð byrjaði að hrynja var sól­ar­orka raun­ar ódýr­ari [en olía]. Ef olía lækk­ar niður í 30-40 doll­ara á tunn­una þá ger­ir það hreinni orku erfiðara fyr­ir. Rík­is­stjórn­ir þurfa að hugsa sig vel um hvernig þær ætla að aðlag­ast lágu olíu­verði,“ seg­ir hann.

Frétt The Guar­di­an af lækk­andi olíu­verði og áhrif­um þess á hreina orku

Fyrri frétt mbl.is: „Tölu­vert svig­rúm“ til lækk­un­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert