Bláa perlan, jörðin okkar, er einstaklega falleg, séð utan úr geimnum. Gervitungl og geimfarar mynda árlega þessa fallegu plánetu og vekja myndirnar oft hugsanir um hversu lítil við erum í raun og veru í hinu stóra samhengi.
Geimfarar alþjóðlegu geimstöðvarinnar voru t.d. í ár duglegir að taka myndir af sínum eftirlætis sjónarhornum af jörðinni.
Meðal mynda sem borist hafa frá NASA, bandarísku geimferðastofnuninni, á þessu ári er mynd af Holuhrauni. Þá er önnur sem sýnir ísbreiðuna á Grænlandi og enn önnur sem sýnir hvernig Flórída og Miðjarðarhafið líta út að næturlagi.
Einstakt sjónarhorn á einstakan heim.
Á myndskeiði NASA hér að neðan má sjá hvernig birtir yfir vesturheimi í jólamánuðinum.