Efast um ábyrgð N-Kóreu á Sony-árás

Sony hefur staðið í ströngu í desember vegna tölvuárása og …
Sony hefur staðið í ströngu í desember vegna tölvuárása og hótana um hryðjuverk. AFP

Tölvu­sér­fræðing­ar draga í efa að Norður-Kór­eu­menn hafi staðið að baki árás­um á fyr­ir­tækið Sony. Fjölda vand­ræðal­egra tölvu­pósta hef­ur verið dreift op­in­ber­lega í kjöl­far þess að tölvuþrjót­ar hökkuðu sig inn í net­kerfi fyr­ir­tæk­is­ins.

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an FBI hef­ur kennt norður-kór­esk­um stjórn­völd­um um árás­ina og lek­ann á tölvu­póst­un­um. Ástæðan er sögð reiði þeirra vegna gam­an­mynd­ar­inn­ar „The In­terview“. Var meðal ann­ars hætt við að taka mynd­ina til al­mennra sýn­inga í Banda­ríkj­un­um vegna hryðju­verka­hót­ana sem bár­ust Sony, fram­leiðanda mynd­ar­inn­ar.

Frétta­stöðin CNN hef­ur hins veg­ar eft­ir tölvu­sér­fræðing­um að þau gögn sem FBI hafi lagt fram sýni ekki fram á að Norður-Kór­eu­menn beri ábyrgð á árás­inni. Þá ef­ast þeir um að út­send­ar­ar þarlendra stjórn­valda hafi kunn­átt­una til að hafa getað staðið fyr­ir árás­inni. 

Á meðal mögu­legra söku­dólga er tölvuþrjóta­gengið The Liz­ard Squad sem réðist á net­kerfi leikja­tölv­anna Playstati­on og Xbox yfir jól­in. Playstati­on er í eigu Sony. Trufl­arn­ir urðu á flugi for­seta Sony On­line Entertain­ment, John Smedley, eft­ir að því var haldið fram í tísti á Twitter-síðu geng­is­ins að sprengja væri um borð í flug­vél­inni fyrr á þessu ári.

Þá hafa óánægðir fyrr­ver­andi starfs­menn verið nefnd­ir til sög­unn­ar og fjöldi óháðra tölvuþrjóta sem hafa gert fjölda árása á Sony í gegn­um tíðina.

Frétt CNN af Sony-lek­an­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka