Endurgerði frægustu mynd sína

Stólpar sköpunarinnar í Arnarþokunni (Messier 16).
Stólpar sköpunarinnar í Arnarþokunni (Messier 16). NASA/ESA og Hubble

Fræg­asta mynd Hubble-sjón­auk­ans er ef­laust mynd sem nefnd hef­ur verið Stólp­ar sköp­un­ar­inn­ar og sjón­auk­inn tók árið 1995. Nú tutt­ugu árum síðar hef­ur Hubble tekið nýja og enn skýr­ari mynd af fyr­ir­bær­inu sem er hluti af Arn­arþok­unni þar sem stjörn­ur eru að verða til.

Mynd­an­ir sem þess­ar eru al­geng­ar í stjörnu­mynd­un­ar­svæðum en stólp­arn­ir í Arn­arþok­unni, eða Messier 16, eru mynd­ræn­ast­ir, að því er seg­ir í grein á Stjörnu­fræðivefn­um. Mynd Hubbles af stólp­un­um frá ár­inu 1995 hef­ur þannig birst í kvik­mynd­um, sjón­varpsþátt­um, á bol­um og sæng­ur­föt­um og jafn­vel frí­merkj­um.

Arn­arþokan er í um 6.500 ljós­ára fjar­lægð frá jörðinni. Stólp­arn­ir þrír eru í raun gas- og ryk­ský þar sem stjörn­ur eru að mynd­ast. Sól­in okk­ar varð hugs­an­lega til á sam­bæri­leg­an hátt fyr­ir 4,6 millj­örðum ára.

Veðrast af völd­um öfl­ugra sól­vinda

Stólp­arn­ir eru þó ekki aðeins skap­andi, held­ur sýn­ir nýja mynd­in að þeir eru líka eyðileggj­andi. Gas og ryk í stólp­un­um hitn­ar og skræln­ar vegna orku­ríks ljóss frá ungu stjörn­un­um inn­an í þeim. Stólp­arn­ir veðrast líka af völd­um öfl­ugra stjörnu­vinda frá massa­mikl­um stjörn­um í ná­grenn­inu. Bláa móðan eða mistrið í kring­um stólp­ana á mynd­inni í sýni­legu ljósi er efni sem ungu björtu stjörn­urn­ar hafa hitað og er að gufa upp.

Stjörnu­fræðing­ar geta notað nýju mynd­ina til að rann­saka hvernig stólp­arn­ir breyt­ast með tím­an­um. Mynd í inn­rauðu ljósi sem Hubble tók sýn­ir að ástæða þess að stólp­arn­ir eru til yfir höfuð er að topp­arn­ir eru mjög þétt­ir og skýla gasinu und­ir. Gasið milli stólp­anna hef­ur fokið burt fyr­ir löngu vegna vinda frá ná­lægri stjörnuþyrp­ingu.

Efn­is­miklu stjörn­urn­ar eru hægt og ró­lega að brjóta niður stólp­ana. Um leið eru þær líka ástæða þess að við sjá­um þá yfir höfuð. Útfjólu­blátt ljós sem þær gefa frá sér lýs­ir upp skýið svo efni eins og súr­efni, vetni og brenni­steinn glóa.

Grein á Stjörnu­fræðivefn­um um Stólpa sköp­un­ar­inn­ar

Mynd sem tekin var í innrauðu ljósi af Stólpunum.
Mynd sem tek­in var í inn­rauðu ljósi af Stólp­un­um. NASA/​ESA og Hubble
Samanburður á myndunum sem Hubble tók með tuttugu ára millibili. …
Sam­an­b­urður á mynd­un­um sem Hubble tók með tutt­ugu ára milli­bili. Nýja mynd­in er til vinstri, sú til hægri var tek­in árið 1995. NASA/​ESA og Hubble
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka