Holdafar Íslendinga óháð menntun

Fæði fólks sem býr á höfuðborg­ar­svæðinu er nær ráðlegg­ing­um um mataræði en þeirra sem búa utan höfuðborg­ar­svæðis. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum rann­sókn­ar sem greint er frá í nýj­asta tölu­blaði Lækna­blaðsins en til­gang­ur henn­ar var að kanna holdafar og mataræði ís­lenskra kvenna og karla með til­liti til bú­setu enda hafi erlend­ar rann­sókn­ir sýnt fram á tengsl á milli bú­setu og lík­amsþyngd­ar, ofþyngd­ar og offitu.

Rann­sókn­in var unn­in upp úr gögn­um úr lands­könn­un á mataræði Íslend­inga 2010-2011 sem unn­in var á veg­um Embætt­is land­lækn­is í sam­vinnu við Mat­væla­stofn­un og rann­sókna­stofu í nær­ing­ar­fræði við HÍ.

Þannig kem­ur fram í niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar að neysla fitu, mettaðra fitu­sýra og trans­fitu­sýra hafi verið minni inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins en utan þess. Meira hafi verið af trefj­um og meira græn­meti í fæði fólks inn­an svæðis­ins. Fæði karla á höfuðborg­ar­svæðinu hafi þannig inni­haldið meira af fjöló­mettuðum fitu­sýr­um og trefja­efn­um en í fæði karla utan þess. Í öll­um til­fell­um sé um töl­fræðilega mark­tæk­an mun að ræða. Hins veg­ar reynd­ist minni mun­ur á fæði yngri og eldri ald­urs­hópa í þess­ari könn­un en sam­bæri­legri könn­un árið 2002. Meðal ann­ars neyslu gos­drykkja og sæl­gæt­is, en einnig ávaxta og græn­met­is.

Rann­sókn­in bend­ir til þess að eldri kon­ur inn­an höfuðborg­ar­svæðis­ins séu með mark­tækt minni lík­amsþyngd­arstuðul að meðaltali en kon­ur utan þess en eng­inn mun­ur var hins veg­ar á yngri kon­um. Þá var ekki mark­tæk­ur mun­ur á lík­amsþyngd­arstuðli karla eft­ir bú­setu. Hvorki í yngri né eldri ald­urs­hópi. Eng­inn mark­tæk­ur mun­ur var á fólki í þess­um efn­um eft­ir mennt­un. 

„Tengsl lík­amsþyngd­arstuðuls við bú­setu eru minni en í fyrri rann­sókn­um. Hlut­fall heild­arfitu, mettaðra fitu­sýra og trans­fitu­sýra er lægra í fæði á höfuðborg­ar­svæði en utan þess, og hlut­fall trefja og fjöló­mettaðra fitu­sýra er hærra. Eng­inn mun­ur er á syk­ur­neyslu eft­ir bú­setu. Minni mun­ur er á mataræði eft­ir bú­setu en í fyrri rann­sókn­um. Mennt­un­arstig teng­ist lítið sem ekk­ert lík­um á að fólk telj­ist yfir kjörþyngd hér á landi,“ seg­ir að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert