Líkt eftir uppbyggingu líffæra: Framtíðin er í þrívídd

Tsuyoshi Takato prófessor með prentað eyra úr þrívíddarprentara
Tsuyoshi Takato prófessor með prentað eyra úr þrívíddarprentara AFP

Jap­ansk­ir vís­inda­menn segja að þeir séu komn­ir ná­lægt því að geta prentað húð, bein og liði með þrívídd­ar­prent­ara. Nokkr­um hóp­um vís­inda­manna víðs veg­ar um heim­inn hef­ur tek­ist að fram­leiða lítið magn af vef til að nota en nú er beðið eft­ir næsta skrefi.

Tsuyos­hi Takato pró­fess­or við sjúkra­hús Há­skól­ans í Tókýó til­kynnti fyr­ir helgi að teymi á hans veg­um væri að vinna að „næstu kyn­slóð líf­ræns þrívídd­ar­prent­ara“ sem gæti byggt upp þunn lög af vef til að búa til lík­ams­parta.

Blandað er sam­an stofn­frum­um og til­búnu efni sem minn­ir á kolla­gen. Með þrívídd­ar­prent­ara er teymið að vinna að því að „líkja eft­ir upp­bygg­ingu líf­færa“ eins og hörðu yf­ir­borði beina og svamp­kenndu inn­volsi þeirra.

Hann seg­ir að hægt verði að láta prentuð líf­færi sam­lag­ast lík­am­an­um hratt.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert