Ljósið færir mönnum upplýsingar

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árið 2015 ár ljóssins. Af því tilefni hefur bandaríska geimvísindastofnunin NASA birt nýjar myndir af fjarlægum fyrirbærum eins og vetrarbrautum og leifum sprengistjörnu sem teknar voru í mismunandi bylgjulengdum ljóss.

Tilgangur árs ljóssins er að vekja athygli á undrum ljóssins og tækni sem byggist á því. Stjörnufræðin er á margan hátt vísindi ljóssins en þar nýta menn sér ólíkar bylgjulengdir ljóss til þess að átta sig á hvernig alheimurinn okkar virkar.

Myndirnar sem stjórnstöð Chandra-röntgensjónauka NASA hefur birt í tilefni árs ljóssins sýna glöggt hvernig ljós getur fært okkur upplýsingar um alheiminn. Í textanum með myndunum má finna stuttan fróðleik um hvert og eitt fyrirbæri.

Frétt á vef NASA um ár ljóssins

Hér má sjá myndir af sömu fyrirbærum teknar í mismunandi bylgjulengdum ljóss

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert