Getur átt þrjá líffræðilega foreldra

Bretland gæti orðið fyrsta landið sem heimilar að notað sé erfðaefni úr tveimur konum og einum karlmanni við tæknifrjóvgun, þ.e. að barnið geti átt þrjá líffræðilega foreldra. Frumvarp um málið var samþykkt á þingi landsins í dag og fer nú til efri deildar þingsins. 

382 þingmenn kusu með frumvarpinu og 128 þingmenn voru á móti. Með tækninni má koma í veg fyrir að barn erfi sjúkdóma sem erfast beint frá móður.

„Þetta er ljós við enda myrkra ganga,“ sagði einn þingmaðurinn við umræðuna í þinginu. Málið fer nú til efri deildar þingsins. Verði það einnig samþykkt þar gæti fyrsta barnið sem á þrjá líffræðilega foredra fæðast á næsta ári.

BBC ræðir við Sharon Bernandi en hún hefur misst öll sjö börn sín úr sjúkdómi sem veldur því að hvatbara í frumum líkamans eru gallaðir.

Umfjöllun BBC

Með tækninni má koma í veg fyrir að barn erfi …
Með tækninni má koma í veg fyrir að barn erfi sjúkdóma sem erfast beint frá móður. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert