Afneitunarsinni á olíuspena

Kolefnisiðnaðurinn hefur reynt að hafa áhrif á afstöðu almennings til …
Kolefnisiðnaðurinn hefur reynt að hafa áhrif á afstöðu almennings til loftslagsbreytinga með því að kaupa rannsóknir sem véfengja það að gróðurhúsalofttegundir valdi þeim. AFP

Þeir sem af­neita lofts­lags­breyt­ing­um af völd­um manna hafa í gegn­um tíðina oft vitnað til Wei-Hock „Willie“ Soon, vís­inda­manns hjá stjar­neðlis­fræðimiðstöð Har­vard-Smith­soni­an. Soon hef­ur hins veg­ar þegið háar fjár­hæðir frá kol­efna­eldsneyt­isiðnaðinum án þess að láta þess getið í rann­sókn­um sín­um.

Soon hef­ur haldið því fram að breyti­leiki í virkni sól­ar­inn­ar skýri hlýn­un jarðar. Það geng­ur þvert á þá viðteknu kenn­ingu vís­inda­manna að hlýn­un­in stafi af auknu magni kolt­ví­sýr­ings í loft­hjúp­in­um sem helg­ast af bruna manna á kol­efna­eldsneyti.

The New York Times fjall­ar um gögn sem ný­verið hafa verið gerð op­in­ber sem sýna að Soon hef­ur þegið meira en 1,2 millj­ón­ir doll­ara, jafn­v­irði tæpra 159 millj­óna króna, á und­an­förn­um ára­tug frá kol­efna­eldsneyt­isiðnaðinum. Hann hef­ur hins veg­ar ekki látið þessa hags­muna­árekstr­ar getið í ell­efu vís­inda­grein­um sem hann hef­ur skrifað frá ár­inu 2008. Í að minnsta kosti átta til­fell­um virðist hann hafa brotið siðaregl­ur þeirra tíma­rita sem grein­arn­ar birt­ust í.

Reiða sig á ásýnd vís­inda­legr­ar rök­ræðu

Soon hef­ur ekki tjáð sig um gögn­in en á meðal þeirra eru tölvu­sam­skipti hans og fyr­ir­tækj­anna. Þar tal­ar hann um að vís­inda­grein­ar og framb­urðir fyr­ir þing­nefnd­um séu „af­hend­an­leg­ir“. Hann hef­ur hins veg­ar alltaf haldið því fram að tengsl hans við iðnaðinn hafi ekki áhrif á vís­ind­aniður­stöður hans.

Yf­ir­maður Soon hjá Har­vard-Smith­soni­an seg­ir hann hafa brotið siðaregl­ur nokk­urra vís­inda­tíma­rita. Tekið verði á mál­inu inn­an­húss hjá stofn­un­inni. Har­vard-há­skóli og Smith­soni­an-safnið reka stjar­neðlis­fræðimiðstöðina sam­eig­in­lega.

Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar hafa lengi gagn­rýnt Soon en vitað hef­ur verið að hann hef­ur þegið fé frá kol­efna­eldsneyt­is­fyr­ir­tækj­um. Gögn­in sýna hins veg­ar að þessi tengsl eru nán­ari en áður var talið og að fjár­veit­ing­ar fyr­ir­tækj­anna til hans hafi verið bein­tengd­ar ákveðnum rann­sókn­um. Fjár­stuðnings­ins var síðan ekki getið í grein­un­um sem Soon skrifaði um niður­stöðurn­ar.

„Öll herkænsk­an að baki þess að skapa efa reiðir sig á að búin sé til tálmynd vís­inda­legr­ar rök­ræðu. Willie Soon er að leika hlut­verk í ákveðnu póli­tísku leik­húsi,“ seg­ir Na­omi Or­e­skes, vís­inda­sagn­fræðing­ur við Har­vard-há­skóla. Hann er einn höf­unda bók­ar­inn­ar „Merchant of Dou­bt“ sem fjall­ar um þá sem reyna að grafa und­an vís­inda­leg­um niður­stöðum, eins og tób­aks­fram­leiðend­ur reyndu til dæm­is að gera með tengsl reyk­inga og krabba­meins.

Frétt The New York Times af tengsl­um kol­efna­eldsneyt­isiðnaðar­ins við lofts­lags­rann­sókn­ir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert