Raftækjaframleiðandinn Samsung segir að búið sé að laga bilun sem kom upp sem olli því að snjallsjónvörp hans gátu ekki tengst netinu í tvo daga. Það þýddi að ekki var hægt að nota ýmsa þjónustu í þeim eins og Netflix.
Bilunin kom upp þegar unnað var að því að uppfæra netþjón. Í tilkynningu frá Samsung kom fram að uppfærslan hafi farið fram á þriðjudagsmorgun. Í kjölfarið hafi notendur í ýmsum löndum tilkynnt um vandamál með nettengingu sjónvarpa sinna.
Vandamálið kemur beint í kjölfar vandræðalegra uppákoma fyrir Samsung. Sagt var frá því að snjallsjónvörp fyrirtækisins gætu tekið upp samtöl fólks og sent þau þriðja aðila. Þá hefur fyrirtækið hafið rannsókn á því hvers vegna sum sjónvörp hafi tekið upp á því að bæta við auglýsingu í efni sem spilað var á sjónvarpinu.
Frétt BBC af biluninni í snjallsjónvörpum Samsung