Mikil hætta á heyrnarskemmdum

Það getur verið hættulegt að hlusta á tónlist í heyrnartólum, …
Það getur verið hættulegt að hlusta á tónlist í heyrnartólum, ef styrkurinn er of mikill. mbl.is/Jim Smart

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur sent frá sér viðvörun vegna heyrnarskaða hjá ungu fólki. Spáir stofnunin því að yfir milljarður ungmenna um allan heim muni skerða heyrn sína með því að hlusta á tónlist á of háum styrk, til dæmis í gegnum snjallsíma sína.

WHO hefur reiknað út að um helmingur þeirra sem eru í dag á milli 12 og 35 ára aldurs í þróuðu ríkjunum eiga á hættu að skemma heyrn sína með því að hlusta á tónlist í gegnum heyrnartól. „Sífellt fleiri og fleiri ungmenni leggja sig í hættu með of miklum styrk þegar þeir hlusta á tónlist. Hinir sömu ættu að hafa í huga að eftir að heyrnin er skert kemur hún ekki til baka,“ segir Shelley Chadha, sérfræðingur í heyrnarskemmdum hjá WHO.

Sökum þess hefur WHO lagt til að ekki sé hlustað á tónlist í heyrnartólum lengur en klukkustund á dag, og þá á hóflegum styrk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert