Reykurinn mengar enn loftið

Logi yfir olíuhreinsistöð í Frakklandi. Kolefnaeldsneytisiðnaðurinn reynir að sá fræjum …
Logi yfir olíuhreinsistöð í Frakklandi. Kolefnaeldsneytisiðnaðurinn reynir að sá fræjum efans um vísindalegar staðreyndir loftslagsbreytinga af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegunda. AFP

Tób­aksiðnaður­inn mótaði aðferðirn­ar sem af­neit­un­ar­sinn­ar nota um þess­ar mund­ir til þess að skapa ásýnd þess að enn sé deilt um lofts­lags­vís­ind­in. Fólk er mót­tæki­legt fyr­ir því þar sem það vill ekki trúa því að þeirra eig­in lífs­stíll sé or­sök vanda­máls­ins, að mati Eriks Conway, vís­inda­sagn­fræðings.

Conway starfar við Caltech-há­skóla í Kali­forn­íu og er ann­ar höf­unda bók­ar­inn­ar „Efam­ang­ar­arn­ir“ (e. Merchants of Dou­bt) sem sam­nefnd mynd sem sýnd er á Stockfish-hátíðinni var gerð eft­ir. Í henni fjall­ar hann og starfs­syst­ir hans, Na­omi Or­e­skes, um upp­runa skipu­lagðrar af­neit­un­ar Í Banda­ríkj­un­um á þeirri staðreynd að lofts­lags­breyt­ing­ar eigi sér nú stað á jörðinni af völd­um manna. Conway mun halda er­indi á málþing­inu „Heit framtíð, kalt stríð: vís­ind­in og lofts­lagsum­ræðan“ í Há­skóla Íslands á sunnu­dag.

Málþingið er á veg­um Earth 101-verk­efn­is­ins. Það er vett­vang­ur þar sem heim­ilda­mynda­gerðar­menn og sér­fræðing­ar á sviði lofts­lags­vís­inda koma sam­an til að ræða mála­flokk­inn í Reykja­vík. Fyrsta ráðstefn­an á veg­um þess var hald­in árið 2013.

Lofts­lags­vís­ind­in fórn­ar­lamb kalda stríðsins

Tveir meg­inþræðirn­ir í bók­inni. Ann­ars veg­ar er sá að tób­aksiðnaður­inn, sem hélt því lengi fram að eng­in tengsl væru á milli reyk­inga og krabba­meins, hafi skapað aðferðirn­ar og sum­ar stofn­an­irn­ar sem af­neit­un­ar­sinn­ar í lofts­lags­mál­um beita nú fyr­ir sig til að koma boðskap sín­um á fram­færi. Hinn er að af­neit­un­in hafi meðal ann­ars sprottið upp úr hug­ar­heimi kalda stríðsins.

Þannig hafi hóp­ur eðlis­fræðinga til að mynda stofnað Geor­ge C. Mars­hall-stofn­un­ina sem var ætlað að verja stjörnu­stríðsáætl­un Ronalds Reag­an, þáver­andi for­seta Banda­ríkj­anna. Þegar Sov­ét­rík­in leyst­ust upp sner­ist starf stofn­un­ar­inn­ar upp í að af­neita lofts­lags­vís­ind­un­um.

„Rök­in voru mjög áþekk. Þeir færðu rök fyr­ir stjörnu­stríðsáætl­un­inni til að koma í veg fyr­ir að komm­ún­ist­ar næðu völd­um í Evr­ópu og eft­ir fall Sov­ét­ríkj­anna færðu þeir rök fyr­ir því að um­hverf­is­vernd­arsinn­ar væru bara komm­ún­ist­ar í nýj­um bún­ingi. Þeir notuðu hug­takið „vatns­mel­ón­ur“ til að segja þenn­an sama hlut. Græn­ir að inn­an en rauðir að utan. Með öðrum orðum, um­hverf­is­vernd­arsinn­ar eru bara komm­ún­ist­ar. Hóp­ur­inn að baki Mars­hall-stofn­un­inni hélt því af­neit­un um lofts­lags­breyt­ing­ar á lofti til þess að koma í veg fyr­ir að komm­ún­ist­ar/​um­hverf­is­vernd­arsinn­ar tækju yfir heim­inn. Kenn­ing okk­ar er að lofts­lags­vís­ind­in hafi orðið fórn­ar­lamb hug­ar­fars kalda stríðsins,“ seg­ir Conway í viðtali við mbl.is.

Þessi af­neit­un hafi ekki snú­ist um pen­inga. Í til­felli Mars­hall-stofn­un­ar­inn­ar þá hafi hóp­ur eðlis­fræðinga sem fóru út í fræðin til að læra um heim­inn misst sjón­ar á því vegna hugs­un­ar­hátt­ar kalda stríðsins. Conway seg­ir að þeir hafi misst áhuga á eðlis­fræðistörf­un­um og snúið sér að hags­muna­gæslu.

Ekki vís­inda­leg held­ur póli­tísk rök­ræða

Á ár­un­um sem síðan eru liðin hef­ur af­neit­un­in hins veg­ar breiðst út og pen­ing­ar frá kol­efna­eldsneyt­isiðnaðinum hef­ur haldið lífi í henni. Fjöldi virkra stjórn­mála­hreyf­inga hafi sprottið upp eins og Cato-stofn­un­in og Heart­land-stofn­un­in sem hafi yf­ir­lýst­an póli­tísk­an til­gang.

Conway seg­ir þetta for­dæmi frá tób­aksiðnaðinum. Hann hafi ekki aðeins komið á fót einni stofn­un til að tala máli sínu held­ur hafi lagt fé til ara­grúa stofn­ana, hópa og ein­stak­linga.

„Þetta skap­ar ímynd rök­ræðu. Ég segi ímynd rök­ræðu því það eru í raun eng­ar deil­ur inn­an vís­inda­sam­fé­lags­ins. Því á rök­ræðan sér stað í op­in­berri umræðu, ekki í vís­inda­tíma­rit­um. Þess vegna er þetta ekki vís­inda­leg rök­ræða leng­ur. Þetta er op­in­ber umræða og póli­tísk umræða. Það er til­gang­ur­inn. Ef þú vilt koma í veg fyr­ir lausn­ir þarftu að halda áfram að sann­færa fólk um að vís­ind­in hafi ekki kom­ist að niður­stöðu, að enn séu deil­ur í gangi og því sé ekki ástæða til að bregðast við strax. Til að halda uppi ásýnd rök­ræðu,“ seg­ir Conway.

Tóbaksiðnaðurinn þvertók fyrir það í áratugi að reykingar valdi krabbameini …
Tób­aksiðnaður­inn þver­tók fyr­ir það í ára­tugi að reyk­ing­ar valdi krabba­meini og að nikó­tín sé ávana­bind­andi. AFP

Vilja ekki trúa að lifnaðar­hætt­irn­ir séu or­sök vand­ans

Fleiri þætt­ir spila hins veg­ar inn í um hvers vegna af­neit­un vís­ind­anna þegar kem­ur að lofts­lags­breyt­ing­um held­ur áfram, þrátt fyr­ir mikið magn gagna sem sýn­ir fram á vand­ann. Þar á meðal er það hversu óþægi­leg hugs­un­in er fyr­ir fólk að það beri ábyrgð á hon­um.

„Það er annað mál hvers vegna fólk trú­ir þessu. Hluti af svar­inu er að það er hrein­skiln­is­lega óþægi­legt að þurfa að gera eitt­hvað í lofts­lags­breyt­ing­um af manna­völd­um á ýms­an hátt. Eitt eru þessi beinu óþæg­indi, ef maður eins og Kevin And­er­son hef­ur rétt fyr­ir sér, og við þurf­um öll að nota mun minni orku núna strax. Þá verða hús­in okk­ar kald­ari og reikn­ing­arn­ir hækka. Eng­um lík­ar við þær lausn­ir. Það er líka óþægi­legt á ann­an hátt. Eng­inn vil trúa því að hann beri ábyrgð á þessu vanda­máli. Flest­ir vilja lifa góðu lífi á siðferðis­leg­an hátt og vilja ekki láta segja sér að þeir geri það ekki í raun og að þeir beri ábyrgð á dauða Afr­íku­búa vegna þess los­un okk­ar á gróður­húsaloft­teg­und­um veld­ur þurrk­um þar,“ seg­ir Conway.

Þetta ger­ir fólk mót­tæki­legt fyr­ir hug­mynd­um sem koma frá hægri­sinnuðum fjöl­miðlum um að vís­inda­sam­fé­lagið sé ekki á einu máli og því þurf­um við ekki að aðhaf­ast neitt.

„Flest­ir skilja ekki einu sinni til fulln­ustu hvað þyrfti að gera. Þetta er ekki einu sinni spurn­ing um hversu slæmt þetta er held­ur að við vilj­um ekki trúa því að lífið sem við lif­um sé or­sök þess­ara vanda­mála. Það ger­ir af­neit­un­ar­sinn­um auðvelt fyr­ir að koma skila­boðum sín­um á fram­færi og að fá fólk til að trúa þeim,“ seg­ir hann.

Erik Conway, vísindasagnfræðingur frá Caltech-háskólanum.
Erik Conway, vís­inda­sagn­fræðing­ur frá Caltech-há­skól­an­um. Eggert Jó­hann­es­son

Munu tapa en kostnaður­inn verður óaft­ur­kræf­ur og gríðarleg­ur

Spurður að því hvort að saga af­neit­un­ar tób­aksiðnaðar­ins gefi ein­hverj­ar vís­bend­ing­ar um það hversu lengi menn geta haldið áfram að ala á óein­ingu um lofts­lags­vís­ind­in seg­ir Conway að kol­efna­eldsneyt­isiðnaður­inn muni tapa á end­an­um. Það muni hins veg­ar reyn­ast heim­in­um dýr­keypt.

„Full­trú­um tób­aksiðnaðar­ins tókst að koma í veg fyr­ir laga­setn­ing­ar í sex til sjö ára­tugi áður en þeir voru neydd­ir til þess að viður­kenna eiðsvarn­ir að þeir höfðu logið. Þeir töpuðu gríðarleg­um fjár­hæðum í lög­sókn­um í Banda­ríkj­un­um. Vanda­málið er að það tók sex eða sjö ára­tugi og við höf­um ekki svona lang­an tíma með lofts­lags­breyt­ing­ar. Ég á von á því að einn dag­inn muni olíu- og kola­fyr­ir­tæk­in tapa álíka risa­vöxnu dóms­máli gegn ríki sem er að fara á kaf. Ég veit ekki hver sú mál­sókn verður en þá verður það alltof seint því að tregðan í lofts­lags­kerf­inu er slík að los­un­in í dag mun breyta lofts­lag­inu eft­ir 50 ár. Það er grund­vall­ar­hluti af vanda­mál­inu að við hefðum þurft að hefjast handa fyr­ir 20-25 árum þegar við gerðum okk­ur fyrst grein fyr­ir vanda­mál­inu til þess að gera það sæmi­lega viðráðan­legt. Hvert ár sem við slá­um aðgerðum á frest þýðir að við ger­um það enn erfiðara. Þess vegna vil ég ekki nota orðið vongóður því að á end­an­um munu þeir tapa en skaðinn sem hlýst af á meðan er óaft­ur­kræf­ur og gríðarleg­ur,“ seg­ir Conway.

Sjálf­ur tel­ur Conway eng­in leið verði að ná mark­miði sem þjóðir heims hafa sett sér um að halda hlýn­un jarðar inn­an við 2°C til að forða verstu af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga. Eng­inn gæti selt þær stefnu­breyt­ing­ar sem þarf til svo að svo megi verða.

„Ef ég væri ein­ræðis­herra yfir heim­in­um og reyndi það stæði ég frammi fyr­ir upp­reisn. Það er ekki raun­hæft mark­mið. Jafn­vel þó að það sé það siðferðis­lega rétta þá erum við bara ekki fær um að gera það. Það er ekki hægt að um­bylta stjórn­mála- og efna­hags­kerfi okk­ar nógu hratt,“ seg­ir hann.

Frétt mbl.is: Höf­um kosið að gera ekk­ert

Bandaríkjaþing. Olíu-, kola- og gasfyrirtæki styrkja stjórnmálamenn sem staðið hafa …
Banda­ríkjaþing. Olíu-, kola- og gas­fyr­ir­tæki styrkja stjórn­mála­menn sem staðið hafa gegn aðgerðum til að draga úr los­un á gróður­húsaloft­teg­und­um. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert