Eldfjöll af braut um jörðu

Geim­far­ar um borð í Alþjóðlegu geim­stöðinni þreyt­ast aldrei á því að taka mynd­ir af jörðinni enda er hún ein­stak­lega glæsi­leg fyr­ir­sæta. Havaíeyja með eld­fjöll­um sín­um er viðfangs­efni einn­ar af nýj­ustu mynd­un­um sem geim­far­inn Sam­an­tha Cri­stof­or­etti hef­ur tekið á ferðalag­inu í kring­um jörðina.

Havaíeyja er gjarn­an kölluð Stóra eyj­an en eins og nafnið gef­ur til kynna er hún stærsta ein­staka eyj­an í Havaíeyja­klas­an­um. Hún er stærra en all­ar hinar eyj­ar klas­ans lagðar sam­an og er stærsta eyja Banda­ríkj­anna.

Á eyj­unni eru fimm eld­fjöll en þrátt fyr­ir það búa um 185.000 manns þar í sátt og sam­lyndi við nátt­úr­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert