Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni þreytast aldrei á því að taka myndir af jörðinni enda er hún einstaklega glæsileg fyrirsæta. Havaíeyja með eldfjöllum sínum er viðfangsefni einnar af nýjustu myndunum sem geimfarinn Samantha Cristoforetti hefur tekið á ferðalaginu í kringum jörðina.
Havaíeyja er gjarnan kölluð Stóra eyjan en eins og nafnið gefur til kynna er hún stærsta einstaka eyjan í Havaíeyjaklasanum. Hún er stærra en allar hinar eyjar klasans lagðar saman og er stærsta eyja Bandaríkjanna.
Á eyjunni eru fimm eldfjöll en þrátt fyrir það búa um 185.000 manns þar í sátt og samlyndi við náttúruna.