Safna undirskriftum gegn tilfinningatákni á Facebook

Hópur fólks segir tegund tilfinningatákns ýta undir kröfur sem gerðar …
Hópur fólks segir tegund tilfinningatákns ýta undir kröfur sem gerðar eru til ungs fólks. Styrmir Kári

Hóp­ur sem kall­ast „End­an­g­ered Bodies“ hef­ur sett á lagg­irn­ar her­ferðina „fita er ekki til­finn­ing“ (e. fat is not a feel­ing) og er her­ferðinni beint gegn svo­kölluðum til­finn­inga­tákn­um (e. emoticon) á Face­book. Yfir 13 þúsund ein­stak­ling­ar skrifað und­ir á tveim­ur vik­um hafa tekið þátt í und­ir­skrifta­söfn­un hóps­ins á Char­ge.org en CNN grein­ir frá þessu.

„Þegar Face­book not­end­ur setja stöðuupp­færsl­una „feel­ing fat“, þá eru þeir að gera grín að fólki sem tel­ur sig vera í yfirþyngd, sem get­ur leitt til þess að fjöl­marg­ir ein­stak­ling­ar fái átrösk­un. Það er ekki í lagi,“ seg­ir Cat­her­ine Weingar­ten, einn meðlima hóps­ins sem stend­ur fyr­ir her­ferðinni. 

„Fólk not­ar Face­book til að deila til­finn­ing­um sín­um með vin­um og til að styðja hvert við annað,“ sagði talsmaður Face­book. „Ein leiðin sem við bjóðum not­end­um að fara er að tjá sig með því að bæta við til­finn­ingu í stöðuupp­færsl­urn­ar. Þú get­ur valið á milli yfir hundrað til­finn­inga eða sett inn þína eig­in til­finn­ingu.“

„Við telj­um að þetta sé til þess fallið að ýta und­ir þær kröf­ur sem gerðar eru til ungs fólks um að full­komið út­lit,“ seg­ir í mynd­bandi á heimasíðu End­an­g­ered Bodies.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert