Reyndu að stöðva mynd um afneitun

Fred Singer er níræður rannsóknarprófessor við George Mason-háskóla í Bandaríkjunum,
Fred Singer er níræður rannsóknarprófessor við George Mason-háskóla í Bandaríkjunum, Sony Pictures

Hópur þekktra afneitunarsinna í loftslagsmálum reyndu að koma í veg fyrir að myndin „Merchants of Doubt“ kæmist í sýningu. Hún fjallar um það hvernig stórfyrirtæki hafa reynt að grafa undan vísindalegum staðreyndum um áhrif reykinga og loftslagsbreytingar.

Myndin er byggð á samnefndri bók vísindasagnfræðinganna Naomi Oreskes og Eriks Conway. Conway var staddur hér á landi í lok síðasta mánaðar og ræddi meðal annars við mbl.is. Tvímenningarnar, ásamt leikstjóranum Robert Kenner, hafa legið undir mikilli gagnrýni þeirra sem afneita því að loftslagsbreytingar eigi sér stað eða að menn beri þá ábyrgð á þeim með losun á gróðurhúsalofttegundum.

Einn þeirra sem kemur fram í myndinni er Fred Singer, eðlisfræðingur, en hann þvertekur fyrir það að óbeinar reykingar séu hættulegar og að menn valdi loftslagsbreytingum. Þegar styttist í útgáfudag myndarinnar virðist hann þó hafa fengið bakþanka því hann sendi pósta á hóp annarra þekktra afneitara þar sem hann velti fyrir sér hvort hann gæti lögsótt Oreskes eða fengið lögbann á sýningu myndarinnar.

Félagar hans hvöttu hann meðal annars til að kvarta til vinnuveitenda Oreskes hjá Harvard og Stanford-háskólunum. Singer gagnrýndi meðal Kenner einnig hart og sagði miður að hann hefði kosið að leggja lag sitt við Oreskes.

„Það er heldur slæmt að þú hafi lent í slagtogi við Naomi Oreskes. Hún heldur því fram að hún sé vísindasagnfræðingur en því miður hefur hún aðeins sýnt fram á að hún er mikill vígapenni með frekar vel skilgreinda hlutdrægni,“ skrifar Singer.

Framleiðendur og höfundar myndarinnar láta þessi orð hins vegar sem vind um eyru þjóta.

„Þetta er það sem hann [Singer] gerir. Við erum hvergi bangin vegna þess að við vitum að vinna okkar byggir á staðreyndum, áralöngum rannsóknum og er studd umfangsmiklum gögnum,“ segir Oreskes við The Guardian.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir myndina „Merchants of Doubt“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert