Hátíð í tilefni sólmyrkvans

Hægt verður að sjá sólmyrkvann í sólarsjónauka fyrir framan aðalbyggingu …
Hægt verður að sjá sólmyrkvann í sólarsjónauka fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands. mbl.is/Ómar

Háskóli Íslands heldur á föstudaginn, í samstarfi við Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, hátíð í tilefni sólmyrkvans á föstudagsmorguninn. Er hátíðin liður í dagskrá háskólans á Alþjóðlegu ári ljóssins. 

Hátíðin fer fram fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands auk þess sem boðið verður upp á fyrirlestra um evrópska geimfarið Rosetta og hinn ósýnilega alheim, í Hátíðasal skólans síðar um daginn. Eru þeir fyrirlestrar opnir öllum. Framsögumenn verða Haley Gomez, stjarneðlisfræðingur við Cardiff-háskóla og Mark McCaughrean, yfirmaður vísindarannsókna og geimkönnunar hjá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). 

Hefst Sólmyrkvahátíðin klukkan 08:30 skömmu áður en sólmyrkvinn skellur á. Fyrir framan aðalbyggingu skólans munu fulltrúar skólans og Stjörnuskoðunarfélagsins standa með sólarsjónauka sem beint verður að sólinni. Þar verður hægt að fylgjast með myrkvanum. Lýkur honum klukkan 10:30. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert