Vill hraðbraut frá London til New York

Wikipedia/Nikkul

Rússneska lestarfélagið Russian Railways hefur kynnt nýja skýrslu um möguleikann á hraðlestrarbraut frá London til New York, sem á að tengja saman Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku.

Vladimir Yakunin, forstjóri félagsins, kynnti hugmyndirnar í gær. Þær innihalda ekki aðeins hugmyndir um lestarteina, heldur einnig lagningu olíuleiðslna og hraðbrautar fyrir bifreiðar.

Sagði Yakunin þetta geta gert Rússland að miðpunkti hátækni-iðnaðar í heiminum og að hugmyndin sé eðlileg afleiðing hnattvæðingarinnar. 

Myndu lestarteinarnir liggja frá London til Moskvu og svo þvert yfir Rússland, til Alaska. Þaðan þvert yfir Kanada til New York. Segir Yakunin að kostnaðurinn yrði vissulega gríðarlegur en að verkefnið myndi borga sig að lokum. Yrði verkefnið að veruleika telur hann að það geti lagt grundvöllinn að nýjum borgum í Rússlandi, svo mikil yrðu efnahagsáhrif lestarbrautarinnar. 

Vladimir Fortov, yfirmaður tækniháskólans, segir verkefnið afar metnaðarfullt og dýrt. Hins vegar geti það komið til með að leysa mörg vandamál, bæta lífsgæði fólks á svæðinu sem lestarteinarnir munu liggja um. 

Sjá frétt Siberian Times

Ekki hefur verið staðfest nákvæmlega hvernig línan mun liggja, en …
Ekki hefur verið staðfest nákvæmlega hvernig línan mun liggja, en þetta er tilgáta The Independent. Mynd/The Independent
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert