Hleður sig á einni mínútu

Áljónarafhlaðan sem vísindamennirnir við Stanford hafa fundið upp getur hlaðið …
Áljónarafhlaðan sem vísindamennirnir við Stanford hafa fundið upp getur hlaðið sig á einni mínútu. Mark Shwartz, Precourt Institute for Energy, Stanford University

Vís­inda­menn við Stan­ford-há­skóla segj­ast hafa fundið upp fyrstu af­kasta­miklu álraf­hlöðuna sem hleður sig hratt, end­ist lengi og er ódýr í fram­leiðslu. Raf­hlöðurn­ar séu þar að auki mun ör­ugg­ari en hefðbundn­ar liþínjón­araf­hlöður. Hleðslu­tími álraf­hlöðunn­ar er sagður hafa náð allt niður í eina mín­útu.

Hongjie Dai, pró­fess­or í efna­fræði við Stan­ford, og sam­starfs­menn hans birtu niður­stöður rann­sókn­ar sinn­ar í vís­inda­tíma­rit­inu Nature. Menn hafa um ára­tuga­skeið reynt að þróa álraf­hlöður þar sem þær hafa verið tald­ar ódýr­ar, minna eld­fim­ar en hefðbundn­ar raf­hlöður og geta geymt meiri orku. Vanda­málið hef­ur fram að þessu verið að finna efni sem næðu að mynda nægi­lega spennu eft­ir að raf­hlaðan hef­ur verið hlaðin og tæmd end­ur­tekið í lengri tíma.

Lausn­in sem Dai og fé­lag­ar fundu var að nota grafín í bakskaut raf­hlöðunn­ar sem gaf góða raun. Ólíkt liþínjón­araf­hlöðum sem kviknað get­ur í á óút­reikn­an­leg­an hátt seg­ir Dai að rann­sak­end­urn­ir hafi getað borað í gegn­um álraf­hlöðurn­ar án þess að eld­ur kviknaði í þeim.

Ent­ist í 7.500 skipti án þess að tapa eig­in­leik­um sín­um

Fyrri álraf­hlöður sem menn hafa þróað hafa verið úr sér gengn­ar eft­ir að hafa verið notaðar um hundrað sinn­um. Raf­hlaða Stan­ford-manna ent­ist hins veg­ar í 7.500 skipti af því að vera hlaðin og tæmd án þess að tapa eig­in­leik­um sín­um. Til sam­an­b­urðar end­ast liþínjón­araf­hlöður í um 1.000 skipti.

Nýja álraf­hlaðan gæti nýst til að geyma og koma áfram orku sem safnað er með end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um en einnig leyst einnota alkalínraf­hlöður af hólmi sem eru slæm­ar fyr­ir um­hverfið. Engu að síður þarf að bæta nýju álraf­hlöðuna frek­ar til þess að hún geti staðist hefðbundn­um liþínjón­araf­hlöðum snún­ing hvað varðar spennu. Dai seg­ir að eins og er haldi álraf­hlaðan aðeins um helm­ingn­um af spennu slíkra raf­hlaðna.

Frétt Phys.org um álraf­hlöðu Stan­ford-manna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert