Jöklar Kanada að hverfa

Jöklar verða fórnarlömb hnattrænnar hlýnunar á þessari öld. Myndin er …
Jöklar verða fórnarlömb hnattrænnar hlýnunar á þessari öld. Myndin er frá Grænlandi og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. AFP

Hnatt­ræn hlýn­un mun valda því að stór hluti jökla í fjöll­um Kan­ada muni bráðna áður en þessi öld er úti. Rann­sókn vís­inda­manna við þarlenda há­skóla leiðir í ljós að jökl­arn­ir muni tap­ar allt að 70% af rúm­máli sínu og jafn­vel þó miðað sé við hóf­leg­ustu spár um hlýn­un séu flest­ir jökl­arn­ir dauðadæmd­ir.

Rann­sókn­in var birt í tíma­rit­inu Nature Geoscience en sam­kvæmt henni munu jökl­ar í Al­berta og Bresku Kól­umb­íu minnka um 75% að flat­ar­máli miðað við stöðu þeirra árið 2005 og um 70% að rúm­máli fyr­ir árið 2100. Á sum­um svæðum gæti hnign­un jökl­anna orðið enn meiri og numið 90%, að því er kem­ur fram í frétt The Guar­di­an af rann­sókn­inni.

Vís­inda­menn­irn­ir notuðu tölvu­lík­an sem keyrði sam­an fjór­ar þekkt­ar sviðsmynd­ir hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar á þess­ari öld og gögn um þrjú svæði í vest­ur­hluta Kan­ada sem eru þakin jökl­um ásamt upp­lýs­ing­um um hvernig þeir bráðna. Jafn­vel þó að aðeins sé miðað við 0,3-1,7°C hlýn­un á þess­ari öld, lægsta viðmiðið, þá bend­ir líkanið til þess að dag­ar flestra jökl­anna séu tald­ir.

Miðað við nú­ver­andi los­un manna á gróður­húsaloft­teg­und­um sem valda hlýn­un­inni er hins veg­ar lík­legra að hún verði á bil­inu 2,6-4,8°C. Mark­miðið sem þjóðir heims hafa sett sér er að halda hlýn­un­inni inn­an við 2°C.

„Þegar jökl­arn­ir eru horfn­ir miss­um við mik­il­væga þjón­ustu sem þeir veita: stuðpúði gegn heit­um og þurr­um tíma­bil­um í lok sum­ars sem held­ur árupp­tök­um gang­andi og svöl­um, og held­ur líf­inu í sjáv­ar­dýr­um sem þríf­ast í köldu vatni,“ seg­ir Garry Cl­ar­ke, pró­fess­or við Há­skól­ann í Bresku Kól­umb­íu í Vancou­ver.

Frétt The Guar­di­an af spá um bráðnun kanadískra jökla

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert