Hlýjasti fyrsti ársfjórðungur sögunnar

Meðalhiti í Bandaríkjunum í mars hefur aldrei verið hærri frá …
Meðalhiti í Bandaríkjunum í mars hefur aldrei verið hærri frá því að mælingar hófust árið 1880. AFP

Marsmánuður þessa árs er sá heitasti í sögunni í Bandaríkjunum, eða allt frá því að mælingar hófust árið 1880.

Litlu munar þó á meðalhita í mars 2015 og fyrra meti frá árinu 2010, eða 0,05 gráðum á celcius. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bandarísku sjávar- og andrúmsloftsstofnuninni (e. National Oceanic and Atmospheric Administration).

Tekinn var meðalhiti marsmánaðar frá öllum veðurstöðvum í Bandaríkjunum og einnig hitastig yfirborðs sjávar. Meðalhitinn var notaður til þess að reikna út meðalhita marsmánaðar og var meðalhiti 0,85 gráðum á celcius yfir meðaltali marsmánaða síðustu aldar.

„Þetta var heitasti marsmánuður frá árinu 1880 og var meðalhitinn í mars á þessu ári meiri en í mars árið 2010," sagði í tilkynningu frá stofnuninni. Ekki munaði miklu á hitastiginu í mars á þessu ári og árið 2010, einungis 0,05 gráðum.

Þá kom einnig fram í fréttatilkynningunni að meðalhiti á jörðinni á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafi aldrei verið hærri og var meðalhiti fyrstu þriggja mánaða ársins 0,82 gráðum yfir meðaltali fyrstu ársfjórðunga síðustu aldar.

Fyrra met var frá árinu 2002 og munar 0,05 gráðum á meðalhita fyrstu þriggja mánaða 2002 og meðalhita fyrstu þriggja mánaða ársins í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert