Hlýjasti fyrsti ársfjórðungur sögunnar

Meðalhiti í Bandaríkjunum í mars hefur aldrei verið hærri frá …
Meðalhiti í Bandaríkjunum í mars hefur aldrei verið hærri frá því að mælingar hófust árið 1880. AFP

Mars­mánuður þessa árs er sá heit­asti í sög­unni í Banda­ríkj­un­um, eða allt frá því að mæl­ing­ar hóf­ust árið 1880.

Litlu mun­ar þó á meðal­hita í mars 2015 og fyrra meti frá ár­inu 2010, eða 0,05 gráðum á celcius. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá banda­rísku sjáv­ar- og and­rúms­lofts­stofn­un­inni (e. Nati­onal Oce­anic and At­mospheric Adm­in­istrati­on).

Tek­inn var meðal­hiti mars­mánaðar frá öll­um veður­stöðvum í Banda­ríkj­un­um og einnig hita­stig yf­ir­borðs sjáv­ar. Meðal­hit­inn var notaður til þess að reikna út meðal­hita mars­mánaðar og var meðal­hiti 0,85 gráðum á celcius yfir meðaltali mars­mánaða síðustu ald­ar.

„Þetta var heit­asti mars­mánuður frá ár­inu 1880 og var meðal­hit­inn í mars á þessu ári meiri en í mars árið 2010," sagði í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni. Ekki munaði miklu á hita­stig­inu í mars á þessu ári og árið 2010, ein­ung­is 0,05 gráðum.

Þá kom einnig fram í frétta­til­kynn­ing­unni að meðal­hiti á jörðinni á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs hafi aldrei verið hærri og var meðal­hiti fyrstu þriggja mánaða árs­ins 0,82 gráðum yfir meðaltali fyrstu árs­fjórðunga síðustu ald­ar.

Fyrra met var frá ár­inu 2002 og mun­ar 0,05 gráðum á meðal­hita fyrstu þriggja mánaða 2002 og meðal­hita fyrstu þriggja mánaða árs­ins í ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert