Fólk hefur mismikla trú á vísindunum. Þrátt fyrir það eru flestir sammála um ákveðin grunnatriði, eins og til dæmis þyngdaraflið.
Þessi eðlisfræðikennari er svo viss í sinni sök að kúlan sem hann sleppir sveiflist aldrei hærra en upphafspunktur, að hann er tilbúinn að leggja líf sitt að veði. Það er vægast sagt óþægilegt að horfa á þetta.
Ritstjórn mbl.is bendir fólki á að reyna þetta alls ekki sjálft.