Ætlar að verða 150 ára gamall

mbl.is/Ómar

Læknirinn Alex Zhavoronkov, sem er sérfræðingur í öldrunarlækningum, er sannfærður um að honum takist að verða 150 ára gamall vegna þeirra framfara sem orðið hafi í læknavísindunum og lyfjafræði. Til þess að sanna það hefur Zhavoronkov gert sjálfan sig að tilraunadýri í því skyni, en hann sinnir kennslu og rannsóknum bæði í Rússlandi og Bretlandi.

Fjallað er um tilraun Zhavoronkovs á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph en lykillinn að langlífi er að hans mati einfalt líferni og notkun réttra lyfja. Sjálfur tekur hann inn 100 mismunandi lyf á hverjum degi, stundar reglulega hreyfingu, fer reglulega í læknisskoðanir og fylgist náið með eigin blóðþrýstingi. Þá fer hann í bólusetningar þegar þær eru í boði.

Zhavoronkovs, sem er 37 ára gamall, hefur í þágu tilraunarinnar sett allar áætlanir um hjónaband og barneignir á hilluna. Hann telur að helstu ástæður öldrunar séu ekki líffræðilegs eðlis heldur efnahagslegs, félagslegs og hegðunarlegs eðlis. Hugarfar fólks skipti miklu máli. Fólk geri ráð fyrir að heilsu þess fari hnignandi á ákveðnum hraða og miði við fyrri kynslóðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert