Æfði fyrir Mars á Íslandi

Það er líf við Námafjall. Er líf á Mars?
Það er líf við Námafjall. Er líf á Mars? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mynda­vél sem á að nota til að kanna lands­lagið á Mars var prufu­keyrð á Íslandi fyr­ir vænt­an­lega ferð út í him­in­geim­inn. Það var gert af því að vís­inda­menn telja að ákveðnir staðir á Íslandi séu lík­ir því sem þeir bú­ist við að fást við á Mars.

Snemma árs 2019 á að bora í jarðveg­inn á Mars til að kanna hvort eitt­hvert líf hafi verið á plán­et­unni. Erfitt get­ur reynst fyr­ir bor­tæk­in að finna heppi­leg­an stað til að bora og þá kem­ur mynda­vél­in, prófuð í „ís­lenska geimn­um“, að góðum not­um. Mynda­vél­in leit­ar að stöðum sem líta út fyr­ir að vera líf­væn­legri en aðrir og þeir staðir verða síðan skoðaðir nán­ar. 

Æfing mynda­vél­ar­inn­ar gekk upp en hún fór í æf­inga­búðir í Náma­fjalli, á NA-landi. Svæðið þar er há­hita­svæði og þykir líkt því sem bú­ist er við á Mars. Æfinga­búðirn­ar gengu mjög vel og mynda­vél­in stóð sig eins og von­ast var til.

Frétt New Scient­ist um málið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert