Gráta og láta menn verða ástfangna

Þetta er geimfarinn Samantha Cristoforetti. Hún tengist fréttinni ekki beint, …
Þetta er geimfarinn Samantha Cristoforetti. Hún tengist fréttinni ekki beint, en ef marka má Tim Hunt grætur hún örugglega oft og mikið og vefur samstarfsfélögunum um fingur sér. AFP

Lífefnafræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Tim Hunt segir að rannsóknarstofur ættu að vera kynjaskiptar, þar sem konur gera menn ástfangna af sér og gráta þegar þær eru gagnrýndar.

Hunt, sem hefur sjálfur viðurkennt að hann hafi orðspor fyrir að vera karlrembusvín, sagði á alþjóðlegri ráðstefnu vísindablaðamanna í Seúl: „Leyfið mér að segja ykkur hvað ég hef á móti konum... þrír hlutir gerast þegar þær eru á rannsóknarstofunni... Þú verður ástfanginn af þeim, þær verða ástfangnar af þér og þegar þú gagnrýnir þær fara þær að gráta.“

Hunt sagðist ekki vilja standa í vegi fyrir konum og sagði best að rannsóknarstofur væru kynjaskiptar.

Hunt er 72 ára og hlaut Nóbelsverðlaunin sem veitt eru fyrir lífeðlisfræði eða lyfjafræði árið 2001. Ummælin að ofan lét hann falla þegar hann ávarpaði samkomu vísindakvenna og vísindablaðamanna.

Þrátt fyrir ýmis átaksverkefni hefur konum í vísindum, tækni og verkfræði fjölgað hægt. David Colquhoun, prófessor emeritus í lyfjafræði við University College of London, sagði ummæli Hunt harmleik fyrir framgöngu kvenna.

Þá hafa orð hans verið harðlega gagnrýnd af vísindakonum á Twitter, þar sem #timhunt er lesning dagsins.

<blockquote class="twitter-tweet">

It would be better to keep a few sexist men in isolated labs rather than all women. <a href="https://twitter.com/hashtag/TimHunt?src=hash">#TimHunt</a> <a href="http://t.co/ZMWq3ENV3J">http://t.co/ZMWq3ENV3J</a>

— Martin Campbell (@martincampbell2) <a href="https://twitter.com/martincampbell2/status/608520726417682432">June 10, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Guardian sagði frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka