Rafbílarnir komast vart á blað

Rafbílar eru aðeins örlítill hluti af bílaflota Íslendinga enn sem …
Rafbílar eru aðeins örlítill hluti af bílaflota Íslendinga enn sem komið er. Kristinn Ingvarsson

Hrein­ir raf­bíl­ar eru vart mæl­an­leg­ur hluti bíla­flota Íslend­inga þrátt fyr­ir gnótt hreinn­ar raf­orku. Það gæti þó verið að breyt­ast en raf­bíll var í fyrsta skipti mest seldi bíll BL í mars. Gísli Gísla­son, for­stjóri Even, tel­ur að fleiri raf­bíl­ar verði seld­ir á Íslandi en bens­ín­bíl­ar inn­an fimm ára.

Ríki heims vinna nú að því að draga úr los­un sinni á gróður­húsaloft­teg­und­um sem valda hættu­leg­um breyt­ing­um á lofts­lagi jarðar­inn­ar. Fyr­ir utan stóriðjuna kem­ur stærsti hluti los­un­ar Íslend­inga á kolt­ví­sýr­ingi frá bíla­sam­göng­um. Raf­bíl­ar gætu verið væn­leg­ur kost­ur til að draga mikið úr þeirri los­un í ljósi þess magns raf­orku sem fram­leidd er hér á landi með end­ur­nýj­an­leg­um hætti.

Þrátt fyr­ir það er raf­bíla­væðing Íslands afar skammt á veg kom­in. Sam­kvæmt töl­um Sam­göngu­stofu voru alls 256.349 bif­reiðar skráðar hér á landi 2. júní. Af þeim voru aðeins 463 hrein­ir raf­bíl­ar, um 0,2% af bíla­flota lands­ins. Ef einnig er litið til blend­ings­bíla sem nýta raf­magn að ein­hverju leyti sem orku­gjafa skríður hlut­fallið upp í 0,7%.

Raf­bíl­un­um hef­ur þó fjölgað hratt hlut­falls­lega. Frá 2005 til 2011 voru aðeins 13-15 hrein­ir raf­bíl­ar skráðir á Íslandi en árið 2012 rúm­lega tvö­faldaðist fjöldi þeirra og þre­faldaðist bæði á milli 2012 og 2013 og 2013 og 2014. Þeim hef­ur fjölgað um tæp 50% á þessu ári miðað við það síðasta.

Ný­skrán­ing­um raf­bíla fjölg­ar einnig. Aðeins tveir raf­bíl­ar voru ný­skráðir frá 2005 til 2011 en árið 2012 voru þeir 19. Í fyrra voru 203 nýir raf­bíl­ar sett­ir á bif­reiðaskrá en þegar hafa 148 slík­ir bíl­ar verið ný­skráðir það sem af er þessu ári.

Marg­ir að velta fyr­ir sér raf­bíl­um

Þessi aukn­ing er í sam­ræmi við upp­lif­un Harðar Harðar­son, sölu­stjóra Nis­s­an hjá bílaum­boðinu BL. Fyr­ir­tækið sel­ur meðal ann­ars raf­bíl­inn Nis­s­an Leaf auk nokk­urra teg­unda raf­knú­inna sendi­bíla. Í mars gerðist það í fyrsta skipti að raf­bíll var mest seldi bíll fyr­ir­tæk­is­ins þegar 25 ein­tök af Leaf seld­ust í kjöl­far her­ferðar fyr­ir­tæk­is­ins í þeim mánuði.

„Fólk er orðið miklu meðvitaðra um gildi og kosti raf­bíl­anna. Það er veru­leg aukn­ing í að fólk sé að spá og spek­úl­era, mikið komið og prófað og alls kyns pæl­ing­ar í gangi. Ef menn ætla að taka bíla­lán geta þeir borgað af raf­magns­bíl það sem þeir eru van­ir að leggja í eldsneyt­is­kostnað á mánuði,“ seg­ir Hörður sem bend­ir á að marg­ir borgi 30.000-50.000 krón­ur í eldsneyt­is­kostnað á mánuði.

Raf­bíll­inn taki hins veg­ar ekki al­veg við af bens­ín­bíln­um því vegna drægi hans sé ekki hægt að fara með fjöl­skyld­una í sum­ar­fríið út á land á hon­um. Þá seg­ir Hörður að nokk­ur óvissa sé um verð á raf­bíl­um á næsta ári. Núna séu þeir und­anþegn­ir virðis­auka­skatti og vöru­gjöld­um en ekki liggi fyr­ir hvort að sú und­anþága verði fram­lengd fyr­ir næsta ár.

Bíll núm­er tvö varð núm­er eitt

Gísli Gísla­son, sem rek­ur fyr­ir­tækið EVEN sem sel­ur ýms­ar teg­und­ir raf­bíla, seg­ir Ísland fylgja sömu kúrfu og Nor­eg­ur í raf­bíla­væðingu. Þar hafi sala raf­bíla tekið mik­inn kipp síðustu ár. Ísland sé nú á þeim stað þar sem Nor­eg­ur tók beygju upp kúrf­una.

„Fólk er allt í einu að átta sig á því að 95% af allri keyrslu þess er und­ir 100 kíló­metr­um þannig að í 95% til­vika dug­ar bíll­inn því. Samt held­ur fólk að bíll­inn þeirra þurfi að kom­ast allt, hann þurfi líka að fara á Ak­ur­eyri og annað. Það gleym­ir því að ef það á tvo bíla þá get­ur það bara farið á hinum,“ seg­ir Gísli.

Sú þróun hafi átt sér stað í Nor­egi. Fólk hafi keypt sér raf­bíl sem bíl núm­er tvö en hann hafi á end­an­um endað sem bíll núm­er eitt. Þegar fólk geti keypt sér raf­bíl á sam­bæri­legu verði og sam­bæri­leg­ur bens­ín­bíll liggi ákvörðunin um að skipta beint við. 

„Mín spá er að inn­an fimm ára muni selj­ast fleiri raf­bíl­ar en bens­ín­bíl­ar í hverj­um mánuði á Íslandi,“ seg­ir Gísli.

Hann tel­ur lít­illa aðgerða þörf til að stuðla að raf­bíla­væðingu á Íslandi. Fjár­festa þyrfti um 200-250 millj­ón­ir króna í hraðhleðslu­kerfi um landið sem sé svipaður kostnaður og við litla brú en það sé gríðarleg sam­göngu­bót sem geri það að verk­um að hægt sé að keyra í kring­um landið á raf­bíl.

„Um leið og búið er að taka þetta frá opn­ast stærri mark­hóp­ur fyr­ir raf­bíl­ana,“ seg­ir Gísli.

Gísli Gíslason, forstjóri Even.
Gísli Gísla­son, for­stjóri Even.

Erfitt að rétt­læta kaup á bens­ín­bíl eft­ir nokk­ur ár

Gísli gagn­rýn­ir stjórn­völd fyr­ir að hafa ekki séð ljósið um mögu­leika raf­bíla­væðing­ar. Alltaf virðist vera næg­ir pen­ing­ar til að setja upp met­an­stöðvar, fram­leiða eldsneyti úr bláþör­ung­um eða repju­olíu. Íslend­ing­ar eigi hins veg­ar næga orku fyr­ir.

„Hvers vegna erum við ekki til­bú­in að nota okk­ar eig­in orku? Af hverju vilj­um við alltaf finna ein­hverj­ar aðrar leiðir til að búa til nýj­ar og meiri orku sem er mjög dýrt að búa til þegar við eig­um hrein­ustu orku í heimi sem kost­ar okk­ur lítið og sem við erum ekki að nota á næt­urna þegar flest­ir hlaða raf­bíla sína,“ seg­ir Gísli.

Raf­bíl­ar eiga eft­ir að vera enn væn­legri kost­ur á kom­andi árum eft­ir því sem þeir verða ódýr­ari og fram­far­ir í raf­hlöðutækni bæta drægi þeirra og hleðslu­hraða. Gísli seg­ir að eft­ir tvö ár fari flest­ir raf­bíl­ar um 300 kíló­metra á hleðslu og með hraðhleðslu­stöðvum og nýrri tækni verði þeir fljót­ari að hlaða sig. Að fimm árum liðnum verði bíl­arn­ir farn­ir að fara 500-1.000 kíló­metra á hleðslu.

„Bara næsta breyt­ing eft­ir tvö ár ger­ir það að verk­um að það verður erfitt að rétt­læta það að fara inn í búð og kaupa sér bens­ín­bíl sem kost­ar sama og raf­bíll. Það kost­ar ekk­ert að reka raf­bíl­inn, það kost­ar mikið að reka hinn. Þá þarftu að vera svo­lítið sér­tak­ur að ákveða það að ætla að ger­ast áskrif­andi að því að kaupa bens­ín næstu fimm ár,“ seg­ir Gísli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert