Skipað að draga úr losun með dómi

Málið er það fyrsta sem höfðað er á grundvelli mannréttinda- …
Málið er það fyrsta sem höfðað er á grundvelli mannréttinda- og skaðabótaréttar sem varðar áhrif loftslagsbreytingar. AFP

Dóm­stóll í Haag hef­ur dæmt lofts­lags­áætl­un hol­lenskra stjórn­valda ólög­lega og skipað þeim að draga úr los­un á gróður­húsaloft­teg­und­um um 25% á næstu fimm árum. Dóm­ur­inn þykir marka tíma­mót en með hon­um var fall­ist á að hol­lensk stjórn­völd hefðu gerst sek um van­rækslu með því að grípa ekki til nægi­legra aðgerða gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Málið var höfðað fyr­ir hönd 886 stefn­enda sem Ur­g­enda-hreyf­ing­in safnaði sam­an. Hún berst fyr­ir því að Hol­land verði sjálf­bært land sem fyrst. Stefndu þau hol­lenska rík­inu fyr­ir að van­rækja skyld­ur sín­ar með því að stuðla vís­vit­andi að því að hlýn­un jarðar verði meiri en 2°C miðað við tíma­bilið fyr­ir iðnbylt­ingu. Það er það mark­mið sem þjóðir heims hafa sett sér til að koma í veg fyr­ir verstu af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga.

Dóm­ar­arn­ir komust að þeirri niður­stöðu að stefna hol­lenskra stjórn­valda um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um aðeins 14-17% miðað við árið 1990 fyr­ir árið 2020 væri bók­staf­lega ólög­leg. Málið er það fyrsta sem höfðað er á grund­velli mann­rétt­inda og skaðabóta­rétt­ar sem varðar skaða af völd­um lofts­lags­breyt­inga.

Hans Hof­huis, einn dóm­ar­anna, sagði að hætt­an af lofts­lags­breyt­ing­um væri al­var­leg og að hol­lensk stjórn­völd hefðu viður­kennt hana með alþjóðleg­um sátt­mál­um. Þau gætu ekki og ættu ekki að skýla sér á bak við þá staðreynd að lausn vand­ans væri ekki ein­göngu á for­ræði Hol­lend­inga.

„All­ur sam­drátt­ur á los­un stuðlar að því að koma í veg fyr­ir hættu­leg­ar lofts­lags­breyt­ing­ar og sem þróað ríki ætti Hol­land að taka for­ystu í þess­um mál­um,“ sagði Hof­huis.

Niðurstaðan fór jafn­vel fram úr vænt­ing­um Ur­g­enda og gæti haft for­dæm­is­gildi fyr­ir sam­bæri­leg mál sem hreyf­ing­in hef­ur haft frum­kvæði að því að höfða ann­ars staðar eins og í Belg­íu, að sögn Pier Vell­inga, for­manns Ur­g­enda en hann var einn þeirra sem lagði til 2°C há­markið árið 1989.

„Við höfðum talið að dóms­kerfið vildi ekki skipta sér af póli­tísk­um rök­ræðum en vís­inda­legu sann­an­irn­ar eru svo sterk­ar og hætt­an er svo mik­il að dóm­stóll­inn hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að ríkið sé að bregðast í því að verja þegna sína á viðun­andi hátt gegn áhrif­um lofts­lags­breyt­inga,“ seg­ir Vell­inga.

Frétt The Guar­di­an af dómi hol­lenska dóm­stóls­ins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert