Tóku bílinn yfir gegnum netið

Mönnunum tókst að brjótast inn í búnað bifreiðarinnar gegnum netið …
Mönnunum tókst að brjótast inn í búnað bifreiðarinnar gegnum netið og fjarstýra bílnum. AFP

Fiat Chrysler hefur innkallað 1,4 milljónir bifreiða í Bandaríkjunum eftir að tveimur tölvuséníum tókst að taka stjórnina í Jeep-bifreið gegnum internetið. Innköllunin nær til Dodge, Jeep, Ram og Chrysler bifreiða.

Málið komst upp í gær þegar tímaritið Wired birti grein þar sem sagt var frá því hvernig tveimur „hökkurum“ tókst að fjarstýra Jeep Cherokee jeppa, útvarpi, loftræstibúnaði og öðrum kerfum.

Mennirnir sem um ræðir; Charlie Miller og Chris Valasek tóku bílinn yfir gegnum UConnect afþreyingarkerfi bifreiðarinnar. Þeim tókst meðal annars að breyta hraða bílsins og stjórna bremsubúnaði, gírskiptingu, rúðuþurrkum og útvarpi.

Að sögn Fiat Chrysler komust mennirnir inn í stýrikerfi bílsins gegnum „gat“ í útvarpsbúnaðinum en að sögn fyrirtækisins verður því lokað með uppfærslu. Þá hefur „smugu“ í símkerfi bifreiðanna verið lokað til að koma í veg fyrir áþekkar árásir.

Málið hefur vakið athygli bifreiðaframleiðenda og eftirlitsaðila, en á sama tíma og nettengdur búnaður bifreiða verður meiri og útbreiddari eykst hættan á utanaðkomandi árásum.

Þess má geta að Miller og Valasek „brutust inn í “ eigin bíl og því vafasamt að þeir hafi brotið lög.

Ítarlega frétt um málið er að finna hja Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert