iPhonehleðslutæki sem endist í sjö daga

iPhone
iPhone AFP

Flestir snjallsímaeigendur kannast eflaust við að síminn verði rafmagnslaus, oft á ögurstundu. Breska fyrirtækið Intelligent Energy hefur til að svara þessari þörf búið til fyrstu vetnisrafhlöðu í heimi.

Orðrómur er á kreiki um að fyrirtækið vinni í beinu samstarfi við Apple. Fyrirtækið segir að með rafhlöðunni þurfi einungus að hlaða búnaðinn á sjö daga fresti. Tæknin felur í sér framleiðslu rafmagns með því að blanda saman vetni og súrefni. Rafhlaðan væri utanáliggjandi hylki sem myndi passa í innstungu á símanum, en í hylkinu væri hleðsla sem myndi duga til að hlaða símann í sjö daga miðað við eðlilega notkun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert