Concorde í loftið 2019?

Concorde-þota á flugi árið 2000.
Concorde-þota á flugi árið 2000. AFP

Nægi­legs fjár hef­ur verið safnað til að kaupa Concor­de-þotu með það að mark­miði að koma henni aft­ur í loftið fyr­ir árið 2019, seg­ir hóp­ur breskra áhuga­manna um vél­ina

Hóp­ur­inn kall­ar sig Club Concor­de og í hon­um eru fyrr­ver­andi flug­stjór­ar og aðrir áhuga­menn um vél­ina. Segj­ast þeir nú hafa yfir að ráða 120 millj­ón­um punda, um 23 millj­örðum króna til að gera flug þot­unn­ar aft­ur að veru­leika. Hóp­ur­inn ráðger­ir einnig að hafa aðra Concor­de-þotu til sýn­ing­ar í miðborg Lund­úna.

Concor­de, sem get­ur flogið á tvö­föld­um hljóðhraða, var síðast flogið árið 2003.

Nú er hóp­ur­inn í viðræðum um kaup á einni slíkri vél sem er nú til sýn­ing­ar á Le Bour­get flug­vell­in­um í Par­ís, seg­ir í frétt BBC um málið. Gangi það eft­ir ætl­ar hóp­ur­inn að gera þot­una flug­hæfa og nota hana svo á flug­sýn­ing­un­um, í einka­flugi og við sér­stök tæki­færi.

Formaður hóps­ins, Paul James, seg­ist snort­inn af þeim viðbrögðum sem hug­mynd­in hef­ur fengið. Hann seg­ir þau sína að fólki sé annt um Concor­de og vilji sjá þær í háloft­un­um á ný. Hann von­ast til þess að vél­in verði kom­in í gagnið fyr­ir árið 2019 en það ár verða 50 ár liðin frá fyrsta flugi Concor­de. 

Aðeins 20 Concor­de-þotur voru smíðaðar. Þær voru tekn­ar úr um­ferð árið 2003 m.a. vegna niður­sveiflu í flug­geir­an­um og í kjöl­far slyss árið 2000. Concor­de-þota Air France hrapaði þann 25. júlí það ár á leið sinni frá Char­les de Gaulle flug­velli til New York. All­ir sem voru um borð, 100 farþegar og níu manna áhöfn, lét­ust.

25. júlí árið 2000 hrapaði Concorde-þota í nágrenni Charles-de-Gaulle-flugvallar í …
25. júlí árið 2000 hrapaði Concor­de-þota í ná­grenni Char­les-de-Gaulle-flug­vall­ar í Par­ís. All­ir sem voru um borð fór­ust. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert