Sykurneysla tengist ekki kandída

Ofneysla á sykri er líklega ekki af hinu góða en …
Ofneysla á sykri er líklega ekki af hinu góða en ekkert bendir til þess að hún valdi kandídasýkingum eða óþoli.

Ósannað er að mik­il syk­ur­neysla stuðli að kandí­da­sveppa­sýk­ing­um og eng­ar rann­sókn­ir benda til þess að of­vöxt­ur svepps­ins sé und­ir­rót sjúk­dóma og kvilla eins og haldið hef­ur verið fram. Björn Geir Leifs­son, lækn­ir, seg­ir kandída vera gervi­grein­ingu sem hafi verið notuð í ára­tugi af „þykjustu­lækn­um“.

Tölu­vert hef­ur borið á umræðum inn­an heims hjálækn­inga hér á landi og er­lend­is um svo­nefnd­ar kandí­da­sveppa­sýk­ing­ar og að þær geti verið or­sök ým­issa kvilla, þar á meðal ristil­bólgna, höfuðverkja, getu­leys­is, skapsveiflna og brjóstsviða svo eitt­hvað sé nefnt. Þá hef­ur því verið haldið fram að syk­ur­neysla geti leitt til kandí­da­sýk­ing­ar sem hafi aft­ur þessi slæmu heilsu­farsáhrif.

Býr í líköm­um flests fólks

Sveppa­teg­und­in candida al­bicans er til staðar í flest­um mönn­um, aðallega í munni, melt­ing­ar­fær­um og leggöng­um kvenna auk þess sem sum­ir hafa hann í húðinni, að því er kem­ur fram í svari á Vís­inda­vefn­um sem Magnús Jó­hanns­son, pró­fess­or í lækn­is­fræði, skrif­ar. Þar lif­ir hann í jafn­vægi við aðrar ör­ver­ur og ger­ir alla jafna ekki mein.

Þó að sum­ir telji að mik­il syk­ur­neysla stuðli að sýk­ing­um af kandída sé það ósannað. Smá­börn fái oft þru­sku (sveppa­sýk­ingu) í munn, einkum ef þeim sé gef­inn syk­ur. Sveppa­sýk­ing­ar af völd­um kandída séu al­geng­ast­ar í munni (þruska), leggöng­um og vélinda en þær geti komið nán­ast hvar sem er. Yf­ir­leitt gangi vel að lækna sveppa­sýk­ing­ar með lyfj­um og menn verði jafn­góðir á eft­ir. 

„Í þröng­um hóp­um fólks hef­ur því verið haldið fram að sýk­ing­ar af völd­um [kandída] séu or­sök margs kon­ar sjúk­dóma eða jafn­vel flestra sjúk­dóma. Þetta end­ur­spegl­ar viðleitni þess­ara hópa til þess að ein­falda hlut­ina þannig að flest­ir sjúk­dóm­ar eigi sér sam­eig­in­lega or­sök og þar með sé hægt að finna eitt lyf eða ein­hver ein­föld ráð til að lækna alla þessa sjúk­dóma. Heim­ur­inn er hins veg­ar yf­ir­leitt mun flókn­ari en við höld­um og þess­ar kenn­ing­ar byggja ekki á vís­inda­leg­um rök­um,“ seg­ir á Vís­inda­vefn­um.

Líður bet­ur af breyttu mataræði

Björn Geir seg­ir að sýk­ing­ar af völd­um kandída séu ekki sér­lega al­geng­ar og mjög sjald­an al­var­leg­ar. Heil­brigðir fái aðeins væg­ar en oft mjög óþægi­leg­ar yf­ir­borðssýk­ing­ar með kláða og sviða. Al­geng­ar sýk­ing­ar séu auðmeðhöndlaðar með al­vöru lyfj­um.

„Svepp­ur­inn kemst ekki inn í lík­amann eða blóðrás­ina nema eitt­hvað mikið sé að. Kandí­da­sveppa­sýk­ing sem nær fót­festu fyr­ir inn­an yf­ir­borð lík­am­ans er alltaf stór­hættu­leg og oft eru slík­ir sjúk­ling­ar gjör­gæsluþurfi,“ seg­ir hann.

Fyr­ir nokkr­um ára­tug­um hafi sú hug­mynd hins veg­ar kom­ist á kreik að óþol fyr­ir kandída eða of­vöxt­ur á sveppn­um ylli heilsu­far­svanda­mál­um. Sú hug­mynd hafi lifað áfram hjá græðurum.

Fæðuráðlegg­ing­arn­ar sem fólki sem er „greint“ með kandí­da­sýk­ingu af þessu tagi eru skot­held­ar að sögn Björns Geirs því fólk sem fer að ráðum nátt­úru­lækn­is eða græðara sem hætt­ir að úða í sig brauði, víni, gosi eða nammi líði að sjálf­sögðu bet­ur, ekki vegna þess að kandí­d­an gefi sig held­ur vegna þess að það minnk­ar kol­vetna og kalóríu­ofskömmt­un.  

„Öllum líður ein­fald­lega bet­ur sem taka sig á í mataræði,“ seg­ir hann.

Eng­ar rann­sókn­ir sem studdu full­yrðing­arn­ar

Í gein á vefn­um Science Based Medic­ine sem Steven No­vella, tauga­lækn­ir við lækna­skóla Yale-há­skóla skrif­ar kem­ur fram að kandída hafi orðið að grund­velli gervi­sjúk­dóms­grein­inga í kjöl­far út­gáfu bók­ar árið 1986 þar sem lækn­ir að nafni William Crook hélt því fram að teng­ing væri á milli ým­issa kvilla og ólþols fyr­ir kandída. Eng­ar vís­inda­leg­ar stoðir séu þó fyr­ir því fram á þenn­an dag og Crook hafi eng­ar rann­sókn­ir gert til að rök­styðja þess­ar full­yrðing­ar.

Dæmi um síður þar sem kandída er sagður or­sök kvilla:

Ertu kom­in með candida vegna syk­urfíkn­ar?

Um ger­sveppaóþol af Heilsu­bank­an­um

Af vef hómópata um candida-sveppa­sýk­ingu

Candida albicans-sveppategundin.
Candida al­bicans-sveppa­teg­und­in. Af Vís­inda­vefn­um
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert