„Like“ hnappurinn að breytast?

Úr kynningarmyndbandinu.
Úr kynningarmyndbandinu. Skjáskot af Facebook

„Like“ hnappurinn hefur verið hluti af Facebook í langan tíma. Fólk „líkar“ við óteljandi hluti á dag og er „Like“ takkinn líklega ómissandi hluti af samfélagsmiðlinum vinsæla. Lengi hafa notendur Facebook kallað eftir því að sérstökum „Dislike“ hnappi verði komið fyrir þar sem fólk getur sagst ekki „líka“ við ákveðna hluti. Facebook tilkynnti í dag að komið verði til móts við þá notendur með nýrri stillingu sem kallast „Reactions“ eða „Viðbrögð“.

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook greindi frá þessu í dag, að sjálfsögðu á Facebook. Zuckerberg sagði frá því að hann hafi lengi íhugað hver væri besta leiðin til þess að gera notendum Facebook kleift að tjá sig með öðrum möguleikum en „Like“ takkanum. Mikilvægt sé að hlutirnir séu einfaldir en virðingafullir á sama tíma og að mati Zuckerberg eru „Reactions“ rétta leiðin til þess og hófust prófanir í dag. Í tilkynningu Zuckerberg kom fram að notendur samfélagsmiðilsins hafi lengi beðið um „Dislike“ hnapp. „Ekki eru allar stundir góða stundir og stundum vill maður betri leið til þess að tjá samúð. Þetta eru mikilvægar stundir sem þarf að deila frekar en öðrum og „Like“ er kannski ekki besta leiðin til þess.“

Með „Reactions“ er hægt að tjá ást, hrifningu, húmor og sorg. „Þetta er ekki „Dislike“ hnappur en veitir þér vald til þess að tjá sorg og samúð auðveldlega en einnig gleði og hlýju,“ skrifar Zuckerberg en hægt verður að tjá þessar tilfinningar með því að láta músina dvelja við „Like“ takkann.

Í tilkynningunni kemur fram að prófanir á „Reactions“ séu byrjaðar á Írlandi og á Spáni.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband frá Facebook.

Today we're launching a test of Reactions -- a more expressive Like button. The Like button has been a part of Facebook for a long time. Billions of Likes are made every day, and Liking things is a simple way to express yourself.For many years though, people have asked us to add a "dislike" button. Not every moment is a good moment, and sometimes you just want a way to express empathy. These are important moments where you need the power to share more than ever, and a Like might not be the best way to express yourself.At a recent Townhall Q&A, I shared with our community that we've spent a lot of time thinking about the best way to give you better options for expressing yourself, while keeping the experience simple and respectful. Today we're starting to test this.Reactions gives you new ways to express love, awe, humor and sadness. It's not a dislike button, but it does give you the power to easily express sorrow and empathy -- in addition to delight and warmth. You’ll be able to express these reactions by long pressing or hovering over the Like button. We’re starting to test Reactions in Ireland and Spain and will learn from this before we bring the experience to everyone. We hope you like this – or can better express how you’re feeling!

Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, October 8, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert