Geimverur neðstar á blaði

Tölvuteiknuð mynd af Kepler-geimsjónaukanum á braut um jörðina.
Tölvuteiknuð mynd af Kepler-geimsjónaukanum á braut um jörðina. NASA Ames/JPL-Caltech/T Pyle

Sér­kenni­legt fyr­ir­bæri við fjar­læga stjörnu sem vís­inda­menn telja sig hafa komið auga á með Kepler-sjón­auk­an­um er að öll­um lík­ind­um nátt­úru­leg bygg­ing í sól­kerf­inu sem enn er ekki skil­in, að mati Sæv­ars Helga Braga­son­ar, for­manns Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags Seltjarn­ar­ness. Til­gát­um hef­ur verið fleygt fram um að um risa­vaxn­ar bygg­ing­ar geim­vera sé að ræða.

Er­lend­ir fjöl­miðlar hafa sum­ir sagt frá því að stjörnu­fræðing­ar hafi mögu­lega fundið risa­vaxn­ar bygg­ing­ar geim­vera á braut um stjörn­una KIC 8462852 sem er í 1.481 ljós­ára fjar­lægð frá jörðinni í stjörnu­merk­inu Svan­in­um. Þær hug­mynd­ir byggj­ast á sér­stæðu fyr­ir­bæri sem Kepler-geim­sjón­auk­inn sem leit­ar að fjar­reiki­stjörn­um kom auga á.

Eng­ar mynd­ir, aðeins línu­rit á blaði

Til að skilja hvað vís­inda­menn­irn­ir fundu við stjörn­una þarf að skilja hvernig menn finna fjar­reiki­stjörn­ur á braut um fjar­læg­ar sól­ir. Gríðarleg­ar fjar­lægðir skilja jörðina frá þess­um stjörn­um og þær eru marg­falt bjart­ari en reiki­stjörn­ur sem ganga á braut um þær. Því er eng­in leið að sjá fjar­reiki­stjörn­ur með bein­um hætti frá jörðinni. Þær eru ekki nógu bjart­ar til að sjást frá jörðinni og drukkna þar að auki í bjarm­an­um frá móður­stjörn­un­um.

Þess í stað star­ir Kepler-sjón­auk­inn á stór­an hluta him­ins­ins með þúsund­um stjarna í lengri tíma. Í kjöl­farið fer fjöldi stjörnu­fræðinga með aðstoð sjálf­virkra for­rita yfir gögn­in frá sjón­auk­an­um og leit­ar að smá­vægi­leg­um breyt­ing­um á birt­unni sem stjörn­urn­ar gefa frá sér. Minnki birtu­stigið ör­lítið, sér­stak­lega ef það ger­ist með reglu­bundn­um hætti, er það til marks um að reikistjarna gangi á milli stjörn­unn­ar og jarðar­inn­ar.

Mik­il­vægt er að hafa í huga að þó að með þess­um hætti sé hægt að greina til­vist fjar­reikistjarna og áætla stærð þeirra og um­ferðar­tíma um móður­stjörnu sína þá tek­ur Kepler eng­ar mynd­ir af þeim, enda er það ómögu­legt. Upp­lýs­ing­arn­ar um reiki­stjörn­urn­ar eru ein­fald­lega á formi ljós­línu­rita sem sýna hversu mikið og hversu lengi ljósið frá stjörn­un­um dofnaði þegar reiki­stjörn­urn­ar gengu fyr­ir þær.

Und­ar­lega birtu­breyt­ing­ar 

Við KIC 8462852 nam Kepler óvenju­leg­ar breyt­ing­ar á birtu­stig­inu yfir fjög­urra ára tíma­bil. Yf­ir­leitt skyggja fjar­reiki­stjörn­ur aðeins á stjörn­ur í nokkr­ar klukku­stund­ir og upp í nokkra daga, allt eft­ir spor­braut þeirra. At­hug­an­ir leiddu hins veg­ar í ljós að birt­an dofnaði lít­il­lega í tvígang árið 2009 en svo mun meira í meira en viku tveim­ur árum síðar. Loks dofnaði ljósið aft­ur lít­il­lega nokkr­um sinn­um árið 2013.

Þetta mynstur bend­ir til þess að fyr­ir­bæri af óreglu­legri stærð gangi á braut um stjörn­una. Stjarn­an er ekki ung þannig að vís­inda­menn telja að efn­is­skífa, sem reiki­stjörn­ur, smá­st­irni og hala­stjörnu mynd­ast úr, geti ekki verið or­sök­in. Hvað sem fyr­ir­bærið sé, þurfi það að hafa mynd­ast ný­lega, ann­ars hefði stjarn­an fangað það með þyngd­ar­krafti sínu og gleypt það.

„Við höf­um aldrei séð neitt í lík­ingu við þessa stjörnu. Hún var virki­lega furðuleg. Við héld­um að gögn­in væru röng eða hreyf­ing­ar hafi átt sér stað á geim­sjón­auk­an­um en allt reynd­ist í lagi,“ seg­ir Tabetha Boyaji­an, rann­sókn­ar­nemi við Yale-há­skóla sem hef­ur skrifað grein um mögu­leg­ar or­sak­ir fyr­ir­bær­is­ins.

Leif­ar hala­stjarna sem rifnuðu í sund­ur

Lík­leg­ustu skýr­ing­una telja menn að hóp­ur hala­stjarna hafi hætt sér of nærri stjörn­unni sem hafi rifið þær í sund­ur með þyngd­ar­krafti sín­um. Leif­ar þeirra séu það sem Kepler-sjón­auk­inn grein­ir nú á braut um stjörn­una.

Vís­inda­menn sem tengj­ast SETI-stofn­un­inni, sem leit­ar að viti­bornu lífi utan jarðar­inn­ar, hafa hins veg­ar sett fram þá fram­andlegu til­gátu að fyr­ir­bærið gæti verið klasi risa­vax­inna mann­virkja sem geim­ver­ur hafi komið fyr­ir á braut um stjörn­una.

„Ég var heillaður af því hversu klikkað þetta lít­ur út fyr­ir að vera. Geim­ver­ur ættu alltaf að vera síðasta til­gát­an sem þú íhug­ar en þetta leit út eins og eitt­hvað sem þú bygg­ist við að sam­fé­lög geim­vera myndu búa til,“ seg­ir Ja­son Wright, stjörnu­fræðing­ur við Penn-rík­is­háskól­ann, sem tal­ar fyr­ir þess­ari kenn­ingu.

Spenn­andi skýr­ing en jafn­framt sú ólík­leg­asta

Sæv­ar Helgi seg­ir langlík­leg­ast að um nátt­úru­lega bygg­ingu sé að ræða sem menn hafi ekki náð að út­skýra ennþá. Þetta sé held­ur ekki í fyrsta skipti sem und­ar­leg fyr­ir­bæri hafi komið í ljós þegar menn hafi leitað að fjar­reiki­stjörn­um.

Þannig tóku menn eft­ir skrýtn­um birtu­breyt­ing­um á stjörn­unni Epsilon Aurigae sem birt­ust á 27 ára fresti. Vís­inda­menn klóruðu sér lengi í koll­in­um yfir því en með sam­stilltu átaki at­vinnu- og áhuga­stjörnu­fræðinga tókst að sýna fram á eðli sól­kerf­is stjörn­unn­ar. Hún reynd­ist vera svo­nefnt tvístirni.

„Þetta voru tvær stjörn­ur á braut um hvor aðra. Önnur þeirra var með dimma rykskífu og þegar hún gekk fyr­ir hina dofnaði birt­an sem kom fram á sér­kenni­leg­an hátt í mæl­ing­un­um. Það er dæmi um eitt­hvað sem leit út fyr­ir að vera skrýtið í upp­hafi en reynd­ist svo mjög nátt­úru­legt að lok­um,“ seg­ir Sæv­ar Helgi.

Hann seg­ir að sig og lík­lega flesta aðra gruni að eitt­hvað svipað sé uppi á teng­ing­um nú. Sé þetta hins veg­ar merki um geim­ver­ur væri það stór­kost­legt. Hann tel­ur það þó ekki lík­legt.

„Ég myndi hall­ast að því að þessi skýr­ing væri neðst á blaði þangað til við erum búin að ganga úr skugga um að allt annað væri úti­lokað. Ég hugsa að þeir hugsi nú það sama. Þetta er mjög ólík­leg út­skýr­ing en vissu­lega sú mest spenn­andi,“ seg­ir Sæv­ar Helgi.

Frétt The In­depend­ent um meinta fund á mann­virkj­um geim­vera

Fjarreikistjörnur finnast aðeins þegar þær ganga fyrir móðurstjörnur sínar séð …
Fjar­reiki­stjörn­ur finn­ast aðeins þegar þær ganga fyr­ir móður­stjörn­ur sín­ar séð frá jörðinni og deyfa birt­una frá þeim tíma­bundið. ANU
Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.
Sæv­ar Helgi Braga­son, formaður Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags Seltjarn­ar­ness. Babak Tafres­hi/​Nati­onal Geograp­hic
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert