Loftslagsskýrslur SÞ ólæsilegar

Otur situr á ísjaka sem losnaðir úr jökli í Alaska …
Otur situr á ísjaka sem losnaðir úr jökli í Alaska árið 2009. Mynd úr safni. AFP

Ný rann­sókn hef­ur verið birt í Nature þar sem kem­ur fram að ráðgef­andi skýrslu lofts­lags­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna ætlaðri stjórn­mála­mönn­um hef­ur fallið mikið í læsi­leika síðustu tutt­ugu ár og er læsi­leiki síðustu skýrsl­unn­ar tal­inn áhyggju­efni. Text­inn sé nú orðinn svo tor­skil­inn að hann hamli gegn nýti­leika skýrsl­unn­ar.

Rann­sókn­in beitti Flesch læsi­leika­próf­inu til þess að greina síðustu fimm út­gáf­ur skýrsl­unn­ar, sem kem­ur út á fjög­urra ára fresti. Síðasta skýrsl­an fær ákaf­lega lága ein­kunn en hún er tal­in mun ólæsi­legri held­ur en t.d. nokkr­ar lyk­il­rit­gerðir í eðlis­fræði eft­ir Al­bert Ein­stein og Stephen Hawk­ing, í fagi sem seint verður þekkt fyr­ir læsi­leika fræðirita sinna.

Fréttaum­fjöll­un hef­ur haldið svipuðum læsi­leika öll árin en not­ar tals­vert til­finn­inga­rík­ara mál til þess að lýsa inni­haldi henn­ar en skýrsl­urn­ar og hef­ur orðið svart­sýnni með tím­an­um.

Stofn­un­in sem gef­ur skýrsl­una út hef­ur þegar brugðist við og hef­ur aug­lýst eft­ir vís­inda­greina­höf­und­um og grafík­hönnuðum til þess að bæta læsi­leik­ann.

Of marg­ir kokk­ar í eld­hús­inu?

Ekki vilja all­ir meina að flækj­u­stig skýrsl­unn­ar sé veru­legt vanda­mál í sjálfu sér. Stjórn­mála­mönn­un­um sem henni sé ætlað að upp­lýsa séu sjálf­ir viðriðnir skrif henn­ar í gegn­um aðild­ina að SÞ en aðild­arþjóðirn­ar senda full­trúa sem þurfa að samþykkja orðalag og inni­hald skýrsl­unn­ar áður en hún kem­ur út.

Robert Stavins vill meina að ein­mitt þar liggi hund­ur­inn graf­inn. Hann vann að rit­un kafla í síðustu skýrslu stofn­un­ar­inn­ar og lýs­ir ferl­inu við að samþykkja text­ann sem gríðarlegri skapraun. Full­trú­ar ríkja hafi heimtað ým­iss kon­ar breyt­ing­ar, stór­ar og smá­ar, á texta skýrsl­unn­ar á póli­tísk­um for­send­um burt­séð frá vís­inda­legu gildi þeirra. Hann seg­ir það ótækt að full­trú­ar þjóða skipti sér af vís­inda­leg­um mál­efn­um sem snúa að deil­um sem þjóðirn­ar eiga í og neiti öll­um texta sem ekki henti hags­mun­um þeirra.

Um­fjöll­un á síðu Nature

Skjáskot af vef Nature.com. Á töflunni sést hvernig samantektin fellur …
Skjá­skot af vef Nature.com. Á töfl­unni sést hvernig sam­an­tekt­in fell­ur í læsi­leika frá fyrstu út­gáf­unni. Til hægri má sjá læsi­leika um­fjöll­un­ar um sam­an­tekt­ina í vís­inda­tíma­rit­um, virt­ari dag­blöðum og loks götu­blaða.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert