Trúin mótar almennt ekki viðhorf til vísinda

Svarendur í könnuninni töldu einnig að átök væru á milli …
Svarendur í könnuninni töldu einnig að átök væru á milli trúar og vísinda en mun færri töldu eigin trú stangast á við vísindin. mbl.is/Kristinn

Viðhorf Banda­ríkja­manna til vís­inda­legra mál­efna eins og lofts­lags­mál­efna, erfðabreyttra mat­væla og geim­könn­un­ar stjórn­ast frek­ar að stjórn­mála­skoðunum, kynþætti og öðrum þátt­um frek­ar en trú þeirra, sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar. Tvær und­an­tekn­ing­ar eru þó þar á: þróun manna og upp­haf al­heims­ins.

Fyrri rann­sókn­ir hafa bent til þess að nokk­ur fylgni sé á milli trúhneigðar fólks og af­stöðu þess til lofts­lags­breyt­inga á þann hátt að þeir sem voru trúaðir voru lík­legri til að hafa minni áhyggj­ur af lofts­lags­mál­um en aðrir. Rann­sókn Pew-rann­sóknamiðstöðvar­inn­ar sýn­ir hins veg­ar að al­mennt séð hafa aðrir þætt­ir meiri áhrif á skoðanir Banda­ríkja­manna á vís­ind­um.

Niðurstaða Pew er að afstaðan til mál­efna eins og lofts­lags­breyt­inga hafi mikið með stjórn­mála­skoðanir fólks að gera og þar virðist trú­rækn­in ekki hafa sér­stök áhrif, að því er kem­ur fram í frétt Washingt­on Post.

„Fólk býst við því að sjá meiri mun á milli trú­ar­hópa um þessi vís­inda­mál­efni. Kannski eru ekki eins mörg svið þar sem það er mik­ill mun­ur eft­ir trú fólks eins og við ger­um ráð fyr­ir,“ seg­ir Cary Funk, aðstoðarfor­stöðumaður rann­sókn­ar­inn­ar.

Mun­ur­inn reynd­ist hins veg­ar til staðar þegar fólk var spurt út í þróun manns­ins og upp­haf al­heims­ins. Þannig trúðu um 40% af þeim sem sækja trú­ar­sam­kom­ur viku­lega því ekki að mann­kynið hefði þró­ast yfir lengri tíma á móti 98% vís­inda­manna sem Pew spurði sömu spurn­ing­ar í fyrra.

Þá trúðu 60% þeirra sem ekki töldu sig til­heyra trú­ar­hóp­um að al­heim­ur­inn hefði orðið til í Mikla­hvelli en 69% hvítra evangelískra krist­inna og 62% kaþólskra af rómönsk­um ætt­um töldu vís­inda­menn ekki á einu máli um upp­haf al­heims­ins. 

Frétt Washingt­on Post

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert