Tungl Mars að sundrast

Tunglið Fóbos.
Tunglið Fóbos. NASA/JPL-Caltech/Arizona-háskóli

Stór­ar og lang­ar sprung­ur ein­kenna yf­ir­borð Fó­bos­ar, tungls reiki­stjörn­unn­ar Mars. Vís­inda­menn telja að þær séu fyrstu merk­in um að tunglið muni á end­an­um rifna í sund­ur vegna flóðkrafta frá Mars og leif­arn­ar falla niður á yf­ir­borð reiki­stjörn­unn­ar.

Fó­bos er stærra tunglið af tveim­ur sem ganga um Mars. Hann svíf­ur jafn­framt nær yf­ir­borðinu en nokkuð annað tungl í sól­kerf­inu gegn­um um reiki­stjörnu sína, í aðeins um 6.000 kíló­metra fjar­lægð, að því er seg­ir í frétt á Stjörnu­fræðivefn­um. Til sam­an­b­urðar skilja um 380.000 kíló­metr­ar jörðina og tunglið að.

Líkt og tunglið tog­ar í höf jarðar og veld­ur flóði og fjöru tog­ar Mars í Fó­bos. Vegna ná­lægðar­inn­ar tog­ar Mars hins veg­ar svo fast að braut Fó­bos­ar lækk­ar um tvo metra á öld. Stjörnu­fræðing­ar hafa reiknað út að Fó­bos muni tvístr­ast og leif­arn­ar falla niður til yf­ir­borðsins eft­ir 30-50 millj­ón­ir ára.

Fyrri kenn­ing­ar höfðu gert ráð fyr­ir að sprung­urn­ar á yf­ir­borði Fó­bos­ar væru til­komn­ar vegna árekst­urs sem myndaði stærsta gíg­inn á tungl­inu. Á fundi reiki­stjörnu­fræðideild­ar banda­ríska stjarn­vís­inda­fé­lags­ins á dög­un­um voru niður­stöður nýs lík­ans hins veg­ar kynnt­ar sem styðja þá til­gátu að sprung­urn­ar séu sprungu­sveim­ar sem verða til þegar flóðkraft­ar sundra Fó­bosi hægt og ró­lega.

Nán­ar má lesa um til­gát­una á Stjörnu­fræðivefn­um

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert